Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 60
Kæru ungu vinir!
í langan tíma hafið þið hlakkað til jólanna, og nú eru jólin
loksins komin. Kirkjuklukkurnar hafa hringt inn hátíðina og
allir eru í bezta skapi. Við förum öll til jólaguðsþjónustunnar
og komum með jólin heim frá kirkjunni, eins og lítill drengur
sagði einu sinni við pabba sinn.
begar kvöldverði er lokið, er kveikt á jólatrénu og jóla-
sálmarnir sungnir og jólagjöfunum útbýtt. Það er gaman að
opna jólapakkana. Og þegar við höfum þakkað fyrir jóla-
gjafirnar og óskað hvert öðru gleðilegra jóla, þá skulum
við hafa stutta jólavöku, því að aldrei megum við halda svo
jólin, að við gleymum að rifja upp sjálft tilefni jólanna og
þær minningar, sem við þau eru bundnar.
Við höldum jólin til minningar um fæðingu Frelsarans og
hugsum um líf hans og starf. Á jólunum þökkum við Guði
fyrir hans óumræðilegu gjöf. Jól án Jesú Krists væru engin
jól, og þegar þið börnin gleðjist á jólunum, þá munið eftir
honum, sem er bróðir ykkar og vinur, og að hann er líka
Frelsari ykkar og Drottinn. Öll okkar jólagleði og allt okkar
jólahald á að mótast af þessari hugsun.
í BETLEHEM.
Og nú skulum við rifja upp jólasöguna fallegu, sem alltaf
er ný fyrir ykkur á hverjum jólum. Og við hugsum okkur, að
við séum komin til Austurlanda, þar sem atburðirnir gerðust
fyrir 19 öldum, við förum inn í fæðingarkirkjuna í Betlehem
og hlustum þar á hina yndislegu frásögu:
„Ágústus, keisari í Rómaborg, hafði skipað svo fyrir, að