Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 62

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 62
316 KIRKJURITIÐ Á hverju jólakvöldi var gamli maðurinn vanur að fara í kyrrþey út úr borginni með fiðluna sína undir hendinni og nam ekki staðar, fyrr en hann kom að tré einu, sem stóð þar bert og blaðalaust úti á víðavangi, undir heiðum vetrarhimn- inum. Það var venja hans að bíða þarna rólegur, þangað til hann sá ekki lengur neinn mann. Þá tók hann fram fiðluna sína og strauk boganum um fiðlustrengina, og þegar í stað heyrðist unaðslegur töfrahljómur, sem fyllti kalda vetrarloftið í kring um hann. Svo hélt hann áfram að leika á fiðluna, og það var allt í einu eins og tréð fyrir ofan hann vaknaði af svefni og fór að hreyfast ofurlítið. Hvítir brumhnappar sáust á berum svörtum greinunum og allt í einu opnuðust þeir og urðu að yndislegum hvítum blómum. Og hvítu krónublöðin féllu niður úr trénu og þöktu jörðina, svo að hún var sem klædd í drif- hvítan kyrtil úr nýföllnum snjó. Og gamli maðurinn hélt áfram að leika á fiðluna sína, þangað til hvítir ilmandi ávextir héngu á trénu, þar sem áður voru blómin. Nú breytti gamli maðurinn um tón í fiðlunni sinni. Það var alveg eins og hann væri að kalla á einhvern. Og út úr borg- inni kom hópur af börnum hlaupandi, þau hlógu og dönsuðu og námu ekki staðar, fyrr en þau komu þangað, sem tréð stóð. Þar tókust þau í hendur og mynduðu stóran hring og dönsuðu hringinn í kring um tréð, meðan gamli maðurinn lék í ákafa á fiðluna sína. Allt í einu heyrðist hvell nóta, hljómurinn í fiðlunni þagnaði. Það var eins og gefið hefði verið merki, og í sama bili féllu hvítir ávextir til jarðar. Á sama augnabliki slitnaði hringurinn, og börnin hlupu hvert í kapp við annað til þess að ná í eina af þessum fallegu hvítu jólagjöfum. Gamli fiðluleikarinn brosti, þegar hann horfði á börnin snúa aftur til borgarinnar, hvert með sinn fallega hvíta jólaböggul undir hendinni. En það bezta við þessar jólagjafir var það, að hvert barn fékk einmitt í jólagjöf það, sem það hafði helzt óskað sér að fá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.