Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 64
318
KIRKJURITIÐ
Rósa átti í dálítilli baráttu við sjálfa sig.
„Jú, ég skal gefa honum hana."
Og þegar hún hafði tekið þessa ákvörðun, var eins og innri
gleði fyllti sál hennar.
Hún flýtti sér nú, eins og mest hún mátti, til þess að barnið
fengi hvíta gjafaböggulinn sem fyrst, og þegar hún kom að
hrörlega hreysinu, barði hún ósköp feimnislega á dyrnar.
„Kom inn,“ var svarað með þýðri röddu.
Rósa opnaði dyrnar og gægðist inn.
í einu horninu lá konan og hlúði að barninu, en maðurinn
hennar sat hjá henni. Svipur konunnar var mildur og vingjarn-
legur, svo að Rósu hvarf allur ótti. Hún gekk rakleiðis inn í
hreysið og rétti fram jólagjöfina sína.
„Þetta er handa barninu," sagði hún.
Móðirin tók við gjöfinni, bæði glöð og undrandi og fletti
sjalinu lítið eitt ofan af höndum barnsins, svo að Rósa gæti
lagt gjöfina milli litlu fingranna. En þá kom nokkuð undur-
samlegt fyrir.
Veggurinn á hrörlegu hreysinu virtist allt í einu hverfa, og
það var eins og hún sæi stóra borg með borgarmúrum og stein-
lögðum götum langt í burtu.
Allt var orðið breytt, meira að segja föt hjónanna, barnið var
heldur ekki lengur í faðmi móður sinnar, heldur lá það í jötu.
Dauft Ijós logaði í fjárhúsinu og yndislegur söngur fyllti
loftið.
Og Rósa litla heyrði rödd óma í hjarta sínu, blandaða hin-
um fegursta klukknahljóm, og röddin sagði:
„Allt, sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra,
það hafið þér mér gjört."
Gleðileg jól! Óskar J. Þorláksson.