Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 65
hraptur Li
unmó.
Bæða á Iandsmóti Ungmennafélaganna í Hveragerði
3. júlí 1949.
1 sumar sem leið kom ég að Eiðum á Fljótsdalshéraði
og virti fyrir mér, hvernig Eiðaskógur tekur að rísa á ný
um kolgrafamóinn. Og ég sá viðbúnaðinn, sem þar var
þegar hafinn undir landsmót Ungmennafélaganna 1949.
Ég sá víðan íþróttavöll og vellagðan, og skyldu gróin
brekkusæti umhverfis í stórum sveig. Ég sá ungar hríslur
nýgróðursettar mynda trjágöng, þar sem íþróttamennirnir
áttu að ganga inn fylktu liði undir fánum. Ég sá í anda
mikinn og glæsilegan mannfjölda á hátíðasamkomu, og
mér hló hugur við gróandanum á Eiðum eftir 30 ár Al-
þýðuskólans.
Þessi mynd er svo greypt í hjarta mér, að ég hlýt að
hefja mál mitt í dag með kveðju til Eiða og þeirrar æsku,
sem Eiðum er tengd, og bæn um það, að Guð gefi henni
vöxtinn á komandi árum og öldum. Hugarsýn mín mun
seinna rætast.
Umhverfið, sem hér blasir við gamla skólastjóranum
frá Eiðum, er að ýmsu ólíkt og þar. Það, sem hér setur
á sérkennilegan svip, eru einkum hverirnir mörgu, sem
þyrla upp þéttum gufustrókum og þylja í hljóði sitt fá-
breytta lag um kraft, kraft, aflið, sem fólgið er í íslenzkri
jörð.
Starfsferill Ungmennafélaganna á Islandi um full fjöru-
tíu ár er að mörgu orðinn merkilegur og fagur. Þau hafa
fengið miklu áorkað — sums staðar jafnvel undra miklu.
Þau haf reynzt trú hugsjón sinni: Ræktun lýðs og lands.
Þau hafa staðið í fylkingarbrjósti í þeirri framfarabaráttu,
sem hefir á fáum árum og áratugum breytt meir högum