Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 66
32(3 KIRKJURITIÐ
Islands hið ytra en allar aldir þess áður frá landnáms og
söguöld.
En þó er þetta vonandi aðeins upphafið, fyrstu morgun-
verkin. Því að enn er Island ónumið að mestu — enn
bíður ónotað megin þeirrar orku, sem það býr yfir.
1 aldamótaljóðum sínum, nokkru áður en Ungmenna-
félögin hér hófu göngu sína, kveður Hannes Hafstein um
orku fossanna. öldin nýja mun taka þá í þjónustu sína:
Sé ég í anda knör og vagna knúða
krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða.
Og nú kveikja fallvötnin ljós um landið líkt og blikandi
stjörnur, fleiri og fleiri í borgum, þorpum og bændabýlum,
ylja, sjóða, létta verkin úti og inni, hreyfa vélarnar, starfa,
strita og sigra. En allt þetta verk er ekki nema örlítið
brot af því, sem fallvötnin geta unnið. Það hefir verið
reynt að mæla og áætla orku þeirra, sem fellur í flúðum
og fossum og þungum straumi til sjávar ónotuð að mestu
eða öllu — orku, sem getur m. a. veitt nýju og dásamlegu
gróðurmagni yfir íslenzka mold. Hvílíkur feiknakraftur.
Fjórar miljónir hestafla.
Engu minni er talin hveraorkan á Islandi, að ég nefni
ekki undur atómorkunnar. Barn að aldri sá ég fyrstu
virkjun hveraorkunnar, hjá Erlendi á Sturlu-Reykjum.
Hann sýndi mér mjóa pípu, sem hann hafði lagt úr hvern-
um sínum á hlaðinu inn í eldhús sitt. Og nú ylja börn
höfuðborgarinnar og margir fleiri sér við jarðhitann, og
suðræn aldin vaxa, vínber og bananar. Hér blasa gróður-
hús við okkur. Og um það er jafnvel rætt að dæla hingað
sjó og eima hann við hverahitann og vinna svo úr honum
salt og önnur dýrmæt efni. Hverir geta orðið okkur ómet-
anlegar auðlindir, ef við aðeins lærum að beita orku
þeirra. Og önnur öfl jarðar bíða enn ónotuð að kalla, svo
sem vinda og sjávarfalla. Ykkar æskumanna bíður fyrst
og fremst hlutverkið að yrkja og nytja landið með nýjum
og betri hætti en nokkru sinni fyrr.
Ég á enga blessunarósk ykkur Ungmennafélögunum