Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 67
KRAFTUR JARÐAR OG KRAFTUR HIMINS 321
til nanda heitari en þá, að þið megið veita forustu þeirri
sókn á komandi tímum, að þið eigið þor og djörfung og
þrautseigju til að ryðja nýjar brautir. Island er gott land.
Auðæfi þess eru mikil, en þó þannig, að það kostar erfiði
og stríð að eignast þau. Þjóðaruppeldið hefir þannig orðið
hollt. Taugarnar þúsundir ísvetra ófu, og viljans stál var
eldi hert. Ótal dæmi sýna þroska þjóðarinnar enn í dag:
Baráttan sigursæla við harðindin á þessu vori. Björgunar-
afrek. Sjósókn, sem ber langt af því, er þekkist með
öðrum þjóðum. Og þó er ekki enn komið skýrt í Ijós,
hvað í Islendingum býr. Nýir tímar eru framundan með
nýjum verkefnum, sem forfeður okkar og formæður
þekktu ekki — eins konar aldahvörf, þar sem alls verður
krafizt, sem þjóðin á til, og rætast eiga í enn fyllra mæli
en áður orð Tómasar Sæmundssonar: Skarð verður brotið
í stíflurnar og lífsstraumur þjóðarinnar brýzt fram. Þjóðin
finnur sjálfa sig.
Það er vel, að Ungmennafélögin sameinist í þessari
sókn á nýrri landnámsöld og standi í fylkingarbrjósti
æskunnar í landinu. Einn þáttur þeirrar sameiningar eru
landsmótin, og hafa miklu hlutverki að gegna. Enn skal
nefna í því sambandi hugsjón einhvers einlægasta og bezta
foringja Ungmennafélagsskaparins í landinu, Aðalsteins
Sigmundssonar, hugsjónina miklu og fögru: Bygging æsku-
lýðshallar. Ekki til að keppa við einstök félagsheimili,
reist með styrk úr félagsheimilasjóði, heldur til að vera
sameiginleg miðstöð hreyfingarinnar — andleg aflstöð
Þess, sem nytsamlegt er, satt og gott.
Til að stjórna til heilla krafti jarðar þarf einnig kraft
að ofan — kraft himins.
Vanti hann, er voðinn vís. Svo hefir mannkyninu reynzt
á þessari tækniöld. Heimsstyrjöldin síðasta sýndi það
glöggt. Eða þarf skýrari sönnun en atómsprengjuna í
Hiroshima? Án kraftar himins getur kraftur jarðar
valdið eyðing og óskapnaði, veröldin gengur úr liði, eins
og Shakespeare lætur Hamlet segja.