Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 69
KRAFTUR JARÐAR OG KRAFTUR HIMINS 323
sem gott er, í kraftinum að ofan. Ég veit, að ykkur er
það ljóst. En samt langar mig einkum til að nefna tvennt,
er hver maður skyldi eflast að og hver félagssamtök.
Annað er kraftur hreinleikans, sem endurnýjast með
hverri kynslóð, bjargar frá glötun, í barnslegri mynd, og
birtir leiftrandi augum áskorun til allra að verða ljóssins
börn. Draumur Vísa-Gísla um aðalsmannaskóla á Þing-
völlum á að rætast í þeirri mynd, að hver æskumaður, sem
upp vex á Islandi, verði sannur aðalsmaður með hreinum
skildi. Ég sá einu sinni nokkur skjaldarmerki aðalsmanna
og las einkunnarorðin, sem á voru letruð. Ein þóttu mér
fegurst: Non in tenebris. Ekki í myrkrunum. Svo verði
um líf okkar og starf. Tært ljós af himnum falli í djúp
hjartans og brenni burt það, sem óhreint er og Ijótt, en
varðveiti barnslega fegurð og grandvarleik. „Sendu oss
heilagan anda og hreinsa oss“ kenndi Kristur að biðja.
Um hitt skiptir þó enn meir.
Það er kraftur kærleikans, sem er mestur í himni og
heimi, móðir hverrar kynslóðar, kjarni alls lífs og allrár
tilveru, Ijómi dýrðar Guðs. Eitt orð hans getur komið
manns ævi á réttan kjöl, já, orðið sólarbirta í lífi þúsunda
og miljóna. Kærleiksboðskapur kristindómsins hefir um-
myndað mannlífið alstaðar þar, sem honum hefir verið
viðtaka veitt. Ungmennafélagshreyfingin lýsti því yfir
þegar í upphafi, að hún vildi byggja starf sitt á kristilegum
grundvelli, þ.e. að kærleikurinn skyldi verða fyrst og
fremst lífsafl hennar. Nú er íslenzk þjóð, líka íslenzk
æska, klofin í andstæða flokka, og óvild og úlfúð í milli.
Baráttan um stefnur og skoðanir getur orðið holl og góð,
sé hún í kærleika háð. Annars ekki. Lífsstraumur þjóðar-
innar verður að vera þrunginn samúð og skilningi, ef vel
á að fara. Hér er verk að vinna fyrir Ungmennafélögin:
Island verður fyrir kraft kærleikans að eiga eina sál.
Þekkið þið æfintýrið um Paradísarbrunninn? Maður,
sem ætlaði að sækja vatn, missti skjólu sína í brunn