Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 73
áem C
ennar va
\
i.
Ef til vill á ég ekki að skrifa þessa grein. Og ég gjöri það
hikandi. En geti hún orðið einhverjum að liði, á ég þá að
þegja? Oss fylgir svo margt í moldu. Sjálfur á ég fáar dýpri
minningar en þessa, sem ég ætla nú að reyna að lýsa. Hún hefir
brugðið birtu á minn veg, og ég hugsa, að svo geti einnig orðið
um einhverja aðra, sem þetta lesa.
Tvisvar sinnum lýsti Jesús konum með sömu orðum. Hann
sá fátæka ekkju leggja tvo smápeninga, alla björg sína, í guðs-
kistu musterisins. Og hann sagði: Hún gaf allt, sem í hennar*
valdi stóð. Hin konan kom með alabastursbuðk, fylltan ómeng-
uðum, dýrum nardussmyrslum, braut hann, og helti yfir höfuð
Jesú. En húsið fyiltist ilmi. Þá mælti Jesús um hana: Hún
gjörði það, sem í hennar valdi stóð.
Dæmi þessara kvenna lifa, þótt nöfn þeirra beggja kunni að
vera gleymd. ^
Ég ætla að segja frá konu, sem mér virðist hafa verið lík
Þessum báðum — gjörði það, sem í hennar valdi stóð. Hún er
nú dáin fyrir fáum árum, og enn muna nokkrir nafn hennar.
Hún hét Hildur og var Einarsdóttir, fátæk ekkja, missti
roann sinn eftir stutta sambúð og 4 börn sín. Tveimur fékk
hún að halda eftir hjá sér.
Um skeið virtist henni baráttan fyrir þeim og háaldraðri
móður ætla að verða sér um megn. Hún lýsti því sjálf, hvernig
aftur birti:
i.Ég gekk út á Sand og þar settist ég á stein og fór að hugsa
Urn raunir mínar. Mér fannst allt svo skuggalegt og sá engin
rað. En þá dettur mér í hug, hvað það sé Ijótt af mér að vera
a<5 kvíða og vita, að almáttugi vinurinn hefir lofað að vera faðir
föðurlausra og forsvar ekknanna, og ég stend upp með þá
hugsun, að þó ég sjái engin ráð, þá hafi Guð ótal ráð, og ég
9eng örugg heim og ókvíðin. Mamma mín komst á tíræðisaldur
°9 var hjá mér án þess að fá hjálp af sveitinni."
Kröpp kjör stækkuðu hana, en smækkuðu ekki í neinu. Gull
21