Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 77
Augn abliksm yndii
úi
Ameiíkuíeið.
Óskar J. Þorláksson.
ÞESSU ÁRI eru 25 ár liðin, síðan flogið var í fyrsta
sinn yfir hafið frá Islandi til Vesturheims. Þá þótti
þetta svo mikið afrek, að heimurinn stóð svo að segja
allur á öndinni. Nú þykir það ekki lengur neinn viðburður,
þó menn bregði sér flugleiðis til Bandaríkjanna, og f jölgar
Islendingum stöðugt, sem leggja leiðir sínar vestur yfir
hafið.
Þegar komið er til annarra landa, er þar margt með
öðrum hætti en við eigum að venjast hér heima. Auðvitað
verður maður að fara varlega, að kveða upp dóma um
það sem fyrir augun ber á stuttu ferðalagi og draga af
t>ví of almennar ályktanir. En skemmtilegt er að geyma
í huganum augnabliksmyndir af því, sem manni hefir þótt
eftirtektarvert og lærdómsríkt með öðrum þjóðum, og
aiargt má af slíkum ferðum læra, án þess að apað sé
eftir í bókstaflegum skilningi.
Það fyrsta, sem maður veitir eftirtekt, þegar maður
kemur til einnar borgar, eru kirkjuturnarnir, sem gnæfa
við himin, og margar kirkjur draga þegar í stað að sér
athygli manns fyrir hina miklu fegurð í byggingarlist og
öðrum búnaði, og svo að segja daglega má heyra kirkju-
klukkurnar hljóma og kalla menn til helgrar þjónustu.
Þegar maður kynnist fólkinu, fer varla hjá því, að trú