Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 81
AUGNABLIKSMYNDÍR FRÁ AMERÍKUFERÐ 333
sú stefna mjög uppi, að sameina þau kirkjufélög, sem
líklegust eru til að geta starfað saman.
Þann tíma, sem ég dvaldi í Bandaríkjunum, reyndi ég að
sækja kirkju, þegar ég fékk því við komið.
Einn sunnudag dvaldi ég í New York, og þá valdi ég
Árbakkakirkjuna, þar sem dr. Harry Emerson Fosdick
var lengi prestur. Hann var um skeið einn þekktasti pré-
dikari Bandaríkjanna og mjög víðkunnur rithöfundur.
Hann er nú hættur störfum sem prestur kirkjunnar, en
prédikar þar enn við og við. Því miður var ég ekki svo
heppinn að geta heyrt til hans, en samt átti ég mjög
ánægjulega stund þarna í hinni fögru kirkju, og þéttskipuð
var hún út úr dyrum, og vart mun þar hafa verið færra
fólk en 2—3 þús. manns í kirkju þennan sunnudags-
morgun.
Þá hlustaði ég þennan sama dag á einn kunnasta pré-
dikara Bandaríkjanna, Norman Vincent Peale, prest við
Marble Collegiate Church í New York, þar sem hann
ávarpaði allsherjarþing Rotaryklúbbanna í Madison Square
Garden, einu stærsta samkomuhúsi veraldarinnar, þar sem
áheyrendur voru um 16000. Sagt var mér, að kirkjan hans
væri hvern sunnudag of lítil og útvarpa þyrfti frá kirkj-
unni í stóran samkomusal þar hjá, til þess að allir, sem
vildu, gætu hlustað á hann. Sr. Peale er afburða mælsku-
maður og einn af kunnustu prédikurum og útvarpsræðu-
mönnum Bandaríkjanna.
Auðvitað voru ekki allir prédikarar, sem ég hlustaði
á, slíkir mælskumenn sem sr. Peale, en mér þótti ánægju-
legt að vera í kirkjunum, söngurinn var víða ágætur og
hljóðfærin framúrskarandi og vel á þau leikið.
Á þessari ferð minni fékk ég óvenjugott tækifæri til
þess að kynnast heimilum í New York ríki, þar sem ég
ferðaðist aðallega; naut ég hinnar mestu gestrisni á
mörgum heimilum, svo að mér verður það alveg ógleyman-
legt. Það sem vakti athygli mína var hið kristilega and-
rúmsloft, sem svo víða var ríkjandi. Það var sjaldan setzt