Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 82

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 82
334 KIRKJURITIÐ svo að máltíð, að ekki væri lesin borðbæn, og á helgum dögum var kirkjuganga sjálfsagður þáttur í lífi fjölskyld- unnar. Þetta fannst mér hljóta að gefa nokkrar bendingar um þá heimilisguðrækni, sem væri fastur liður heimilis- lífsins. 1 hóteli, sem ég dvaldist í í Lake Placid, var snotur kap- ella í sjálfu hótelinu, þar voru guðsþjónustur haldnar á helgum dögum; annars var kapellan alltaf opin, og menn gátu gengið þangað inn, er þeir óskuðu. I hinu stóra sjúkrahúsi í Boston, Massachusetts Gene- ral Hospitai, var einnig kapella, sem stóð opin alla daga, og þangað gátu menn gengið inn og átt kyrlátar stundir, er þeir vildu. Ég hugsaði stundum um það, hvað yrði sagt hjá okkur, ef einhver kæmi með þá hugmynd að hafa kapellu í hóteli. Og skyldi það ekki líka þykja óþarfi, að hafa kapellu í sjúkrahúsi? 1 Bandaríkjunum þykir slíkt engin goðgá, eða yfirleitt þar, sem menn vilja rækja trú sína og fórna einhverju fyrir hana. Það þykir alveg sjálfsagt, að öll skilyrði séu sem bezt, til þess að efla trú og kristileg áhrif og engin svið mannlífsins séu kristindóminum óviðkomandi. Hér hjá okkur andar stundum einhver kaldur og ónota- legur gustur úr ýmsum áttum, þegar gera á eitthvað fyrir kirkju og kristindóm. Og í fámenninu hjá okkur ber stund- um meira á þessari andúð en í stóru löndunum, þar sem hver lifir meira og minna í sínum eigin heimi. Það má auðvitað margt læra af kirkjulegu starfi Banda- ríkjanna, bæði lútersku kirkjudeildinni þar og öðrum kirkjufélögum. En þar með er ekki sagt, að okkur henti sama skipulag í kirkjumálum og þeir hafa þar vestra. Ég tel, að heilbrigt samband milli ríkis og kirkju sé eðlilegt og æskilegt hér hjá okkur, þar sem svo að segja öll þjóðin tilheyrir einni og sömu kirkjudeild. I Bandaríkjunum er þetta skipulag vart hugsanlegt, vegna hinna mörgu og ólíku trúarflokka og þjóðabrota, sem þar eru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.