Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 82
334
KIRKJURITIÐ
svo að máltíð, að ekki væri lesin borðbæn, og á helgum
dögum var kirkjuganga sjálfsagður þáttur í lífi fjölskyld-
unnar. Þetta fannst mér hljóta að gefa nokkrar bendingar
um þá heimilisguðrækni, sem væri fastur liður heimilis-
lífsins.
1 hóteli, sem ég dvaldist í í Lake Placid, var snotur kap-
ella í sjálfu hótelinu, þar voru guðsþjónustur haldnar á
helgum dögum; annars var kapellan alltaf opin, og menn
gátu gengið þangað inn, er þeir óskuðu.
I hinu stóra sjúkrahúsi í Boston, Massachusetts Gene-
ral Hospitai, var einnig kapella, sem stóð opin alla daga,
og þangað gátu menn gengið inn og átt kyrlátar stundir,
er þeir vildu.
Ég hugsaði stundum um það, hvað yrði sagt hjá okkur,
ef einhver kæmi með þá hugmynd að hafa kapellu í hóteli.
Og skyldi það ekki líka þykja óþarfi, að hafa kapellu í
sjúkrahúsi?
1 Bandaríkjunum þykir slíkt engin goðgá, eða yfirleitt
þar, sem menn vilja rækja trú sína og fórna einhverju
fyrir hana. Það þykir alveg sjálfsagt, að öll skilyrði séu
sem bezt, til þess að efla trú og kristileg áhrif og engin
svið mannlífsins séu kristindóminum óviðkomandi.
Hér hjá okkur andar stundum einhver kaldur og ónota-
legur gustur úr ýmsum áttum, þegar gera á eitthvað fyrir
kirkju og kristindóm. Og í fámenninu hjá okkur ber stund-
um meira á þessari andúð en í stóru löndunum, þar sem
hver lifir meira og minna í sínum eigin heimi.
Það má auðvitað margt læra af kirkjulegu starfi Banda-
ríkjanna, bæði lútersku kirkjudeildinni þar og öðrum
kirkjufélögum. En þar með er ekki sagt, að okkur henti
sama skipulag í kirkjumálum og þeir hafa þar vestra. Ég
tel, að heilbrigt samband milli ríkis og kirkju sé eðlilegt
og æskilegt hér hjá okkur, þar sem svo að segja öll þjóðin
tilheyrir einni og sömu kirkjudeild. I Bandaríkjunum er
þetta skipulag vart hugsanlegt, vegna hinna mörgu og
ólíku trúarflokka og þjóðabrota, sem þar eru.