Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 83
ÁXJGNABLÍKÖMYNDIR frá AMERÍKUFERÐ 335
1 Bandaríkjunum er engin togstreita milli ríkis og
kirkju. Leiðandi menn viðurkenna gildi kristilegs starfs,
og eru sumir mjög ákveðnir kirkjumenn, og trú og sið-
gæði kristindómsins mótar löggjöf og almenningsálit þjóð-
arinnar, og óbeinlínis styður ríkið kirkjufélögin á margan
hátt og viðurkennir störf þeirra.
Yfirleitt fannst mér, á þessari ferð minni, kristin lífs-
skoðun eiga sterk ítök í lífi þess fólks, sem ég kynntist.
Þar sem rætt var um vandamál samtíðarinnar í blöðum
og tímaritum, mátti einnig sjá greinilega, hve djúptæk
áhrif þessi lífsskoðun hefir í lífi fólksins.
Alls staðar setja menn vonir sínar á trú og kærleiksboð-
skap kristindómsins sem hinn eina rétta grundvöll frelsis
og mannréttinda, friðar og bræðralags í heiminum.
Kirkjufélögin í Bandaríkjunum eru í sókn, og þeim
fjölgar með hverju ári, sem vilja telja sig til ákveðinnar
kirkjudeildar og taka þannig beinan þátt í kirkjulegu
starfi.
Þá fer einnig í vöxt meðal kirkjufélaganna sjálfra skiln-
ingur á nauðsyn kristilegs samstarfs, til baráttu gegn
öflum efnishyggju og andlegs niðurrifs, sem nú er að verki
um allan heim.
óskar J. Þorláksson.
Séra Sigurbjörn Einarsson
hefir verið skipaður prófessor við guðfræðisdeild Háskólans
frá 1. okt. þ. á.
Séra Theódór Jónsson,
fyrrum prestur að Bægisá, andaðist þar 5. okt. síðastl., 83
ára að aldri. Minningargrein um hann eftir séra Friðrik J.
Rafnar vígslubiskup mun verða birt í næsta hefti Kirkju-
ritsins.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík
átti hálfrár aldar afmæli í síðastl. mánuði. Hann á merka
og gifturíka sögu að baki.