Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 86
338
KIRKJURITIÐ
„Pall Bandingi Jesu Christi og Timotheus Broder.
Philemoni ástsamlegum og vorum Medhialpara. 2 Og
ástúðlegri Appia og Archippo vorum Samstrijdara og Sofn-
udenum i þijnu Huse. 3 Nád sie med ydur og Fridur af
Gude vorum Fodur og DROTTNI Jesu Christo.“
„Skrifadur fra Rom med Onesimo."
Næstur þýðenda er þá Jón biskup Þorkelsson Vídalín.
Faðir hans, séra Þorkell í Görðum, og afi, séra Arngrím-
ur lærði á Melstað, voru báðir mjög vel menntaðir menn.
Sennilega hefir Jón Vídalín einnig orðið fyrir áhrifum
af séra Páli í Selárdal, frænda sínum, er hann var til lær-
inga hjá honum á unglingsárum.8) Jón biskup var af-
bragðs skýrandi Ritningarinnar. Samdi hann skýringar
yfir Nýja Testamentisritin um leið og hann þýddi þau úr
frummálinu um 1710,9) en eftirtektarvert er það, að þá
er séra Jón Halldórsson í Hítardal nýbúinn að gegna
skólameistarastörfum í Skálholti í tvo vetur.10 Því miður
entist Jóni biskupi ekki aldur til að fá þessi rit prentuð.
Við dauða hans lágu þau tilbúin til prentunar hjá Árna
Magnússyni í Kaupmannahöfn..11 Enn eru til þýðingar hans
af Pálspistlum og Hebreabréfinu og skýringar þeirra, bæði
í eigin handar uppkasti, skrifuðu á umslagssneplum, og í
fallegri afskrift eins skrifara hans.12 Hér á eftir er Fíle-
monsbréfið birt eins og það liggur fyrir í eiginhandar-
uppkasti hans að þýðingunni. Má af því gera sér nokkra
hugmynd um vinnubrögð hins ástsæla meistara Jóns: (Meg-
inmál allt er hér sett með skáletri. Útstrikanir allar eru
settar með venjulegu letri innan sviga, en leiðréttingarn-
ar með skáletri innan sviga. Merkið /: er svigi Jóns Ví-
dalíns í uppkastinu Lbs. 11, 4to.).
Sante Pals PistiTl tíl Philemonem
1 PaaTl Bandingi Jesu Christi og Timotheus brodir (heilsa)
Philemoni hinum elskulega og samþion vorum.
2 Og Appiœ hini élskulegu og Arcippo vorum (samlags-