Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 93

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 93
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 343 hygg. Og sennilega er hann annar í röð þeirra manna, sem miða endurskoðun sína við frumtextann bebreska. Hann leggur Þorláksbiblíu til grundvallar endurskoðun- inni. Þar sem röng þýðing eða ónákvæm er í Þorláksbiblíu, prentar hann fyrst versið úr Þorláksbiblíu, því næst í sinni útleggingu, en skýringargrein með smærra letri er sett undir til þess að rökstyðja breytinguna málfræðilega. Er þetta endurskoðun á Spádómsbók Jesaja og birt í Lær- dómslistafélagsritunum I.—VI., 1781—86. Hefir Jón Ólafs- son sýnt mikla nákvæmni og athygli í þessu verki. 23) Hannes biskup Finnsson þýddi Galatabréfið og færði til talmáls sins tíma. Er sú útlegging birt í Kvöldvökum 1794. En hann er þar með ekki að efna til nýþýðingar.24) Líða mörg ár, þangað til að Biblían kemst aftur á prent. Það er hin svonefnda Grútarbiblía 1813. Hingað til höfðu útgáfurnar verið birtar að tilhlutan hins opinbera að mestu leyti. Biskuparnir á Hólum höfðu mest að því verki unnið vegna þess, að þar var prentsmiðjan lengst af. Einstak- lingar, áhugamenn eins og Brynjólfur biskup, séra Páll í Selárdal og Jón Vídalín gátu ekki komið þýðingum sínum á prent vegna óhægari aðstöðu. Um Brynjólf biskup er það að segja, að Þorlákur biskup Skúlason vildi ekki gefa út NT í þýðingu hans, því að það gæti horft „til ásteytingar framar en uppbyggingar af einföldum almúga, ef mismun- ur væri á útleggingu þess.“25) En hið opinbera vanrækti þá skyldu að sjá þjóðinni fyrir nægilega mörgum Biblíum. Nú koma breyttir tímar og breyttar aðstæður. Nú þarf hið opinbera ekki að lögbjóða, að kirkjur skuli greiða á- kveðnar upphæðir til Biblíuútgáfu.26) Og skal nánar skýrt frá aðdraganda þeirrar breytingar. Um aldamótin 1800 hafði verið stofnað Biblíufélag á Fjóni og Holtsetalandi. Ætlaði það að stuðla að útbreiðslu Ritningarinnar um allt Danaveldi, er þá var, en vegna Napóleons-styrjaldarinnar átti félagið örðugt uppdrátt- ar.2?) Hins vegar hafði hin konunglega uppeldisstofnun munaðarleysingja, Vajsenhúsið, fengið einkarétt til út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.