Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 93
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
343
hygg. Og sennilega er hann annar í röð þeirra manna,
sem miða endurskoðun sína við frumtextann bebreska.
Hann leggur Þorláksbiblíu til grundvallar endurskoðun-
inni. Þar sem röng þýðing eða ónákvæm er í Þorláksbiblíu,
prentar hann fyrst versið úr Þorláksbiblíu, því næst í sinni
útleggingu, en skýringargrein með smærra letri er sett
undir til þess að rökstyðja breytinguna málfræðilega. Er
þetta endurskoðun á Spádómsbók Jesaja og birt í Lær-
dómslistafélagsritunum I.—VI., 1781—86. Hefir Jón Ólafs-
son sýnt mikla nákvæmni og athygli í þessu verki. 23)
Hannes biskup Finnsson þýddi Galatabréfið og færði til
talmáls sins tíma. Er sú útlegging birt í Kvöldvökum 1794.
En hann er þar með ekki að efna til nýþýðingar.24)
Líða mörg ár, þangað til að Biblían kemst aftur á prent.
Það er hin svonefnda Grútarbiblía 1813. Hingað til höfðu
útgáfurnar verið birtar að tilhlutan hins opinbera að mestu
leyti. Biskuparnir á Hólum höfðu mest að því verki unnið
vegna þess, að þar var prentsmiðjan lengst af. Einstak-
lingar, áhugamenn eins og Brynjólfur biskup, séra Páll í
Selárdal og Jón Vídalín gátu ekki komið þýðingum sínum
á prent vegna óhægari aðstöðu. Um Brynjólf biskup er það
að segja, að Þorlákur biskup Skúlason vildi ekki gefa út
NT í þýðingu hans, því að það gæti horft „til ásteytingar
framar en uppbyggingar af einföldum almúga, ef mismun-
ur væri á útleggingu þess.“25) En hið opinbera vanrækti
þá skyldu að sjá þjóðinni fyrir nægilega mörgum Biblíum.
Nú koma breyttir tímar og breyttar aðstæður. Nú þarf
hið opinbera ekki að lögbjóða, að kirkjur skuli greiða á-
kveðnar upphæðir til Biblíuútgáfu.26) Og skal nánar skýrt
frá aðdraganda þeirrar breytingar.
Um aldamótin 1800 hafði verið stofnað Biblíufélag á
Fjóni og Holtsetalandi. Ætlaði það að stuðla að útbreiðslu
Ritningarinnar um allt Danaveldi, er þá var, en vegna
Napóleons-styrjaldarinnar átti félagið örðugt uppdrátt-
ar.2?) Hins vegar hafði hin konunglega uppeldisstofnun
munaðarleysingja, Vajsenhúsið, fengið einkarétt til út-