Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 97
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 347'
undirbúa stofnun íslenzks Biblíufélags. Um það ber ferða-
bók hans vitni.51) Auk þess lét hann prenta bækling á
íslenzku hjá Þorsteini Einarssyni Rangel í Kaupmanna-
höfn 1815. Heitir hann: „Fáein orð um uppruna og út-
breiðslu þeirra svo kölluðu Biblíufélaga.“ Aftast er kvæði
til Biblíufélagsins brezka, sem og er birt í ferðabókinni,
ort af séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá. Henderson ber öll-
um vel söguna hér og fær góðar viðtökur hjá öllum. Ég
get ekki stillt mig um að tilfæra hér kafla úr bréfi frá
séra Árna Helgasyni, þá dómkirkjupresti, til Bjarna Þor-
steinssonar, er þá var við nám í Kaupmannahöfn. Bréfið
er dagsett í Reykjavík, hinn 20. ágúst 1814. ,,— Hender-
son, sem þú þekkir, var kominn hingað, vel hefir Thor-
kelin útbúið hann mér í hag, því hann var dálítið hrædd-
ur við mig strax og hingað kom og bjóst ei við öðru en ég
mundi hindra með öllu móti sitt Biblíuerindi hér. Ég tal-
aði við hann tvisvar áður norður fór, og kom allt vel
á með okkur. Já, svo mjög, að hann skenkti mér algyllta
Biblíu, hverri í stendur þessi meinlega prentvilla: Harma-
grútur fyrir Harmagrátur. Þessi maður var mjög ortodox
og hátt uppí það vandfýsa með útvortis guðhræðslu. Góð
manneskja held ég hann sé þar hjá, því vel lítur hann út,
og Hússins prýði um húsbóndann etc.—“52)
1 ferðabók sinni segir hann frá stofnun Hins íslenzka
Biblíufélags hinn 10. júlí 1815.53) Að loknum synodus-
störfum var hann sóttur af þeim séra Markúsi stiftsprófasti
og séra Steingrími prófasti í Odda heim til Geirs biskups,
þar sem stofnfundurinn var haldinn. 1 því húsi, næstelzta
húsi Reykjavíkur, er nú sölubúð Silla og Valda í Aðal-
stræti 10.54) Um það, sem fram fór, segir hann, að fund-
urinn „should only lay the foundation of the Society and
postpone its full organization till next meeting of Syn-
od.“55) En stofnskjalið með eiginhandaráritunum er enn
til í Biskupsskjalasafni og hljóðar svo:
„Þan(n) lOda Júlíi samankomu í Reykjavík undirskrif-
aðir menn í þeim tilgangi að stifta hér í landi, eins og