Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 99
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
349
Guttormur Pálsson
Hialtalín
Th. Thomsen
Scheving
Prestur til Hólma
chirurgus
gullsmiður
adjunct
3 Rbd. Sr
10 — N.v.
2 — Sr “ 57)
Þetta skjal lýsir glögglega, hvað vakað hafi fyrir stofn-
endum. Tilgangurinn er sá, að eigi verði skortur á ís-
lenzkum Biblíum. Og til þess að ná þessum tilgangi tryggja
þeir meðal annars félaginu nokkur f járráð. En fimm menn
eru valdir til að annast umsjón félagsins til næsta fund-
ar. Stofndagurinn er því réttilega talinn vera hinn 10. júlí
1815. Enda segir í góðri samtíðarheimild: „Áður en hann
(Henderson) fór héðan, var fyrir hans tilhlutan stofnað
Biblíufélag á Islandi, sem vill ala önn fyri, að ei verði
Biblíuskortur hér í landi, og að þessi bók verði seld með
lágu verði til gagns fyrir landsfólkið."58) Og í prentuðum
lögum félagsins frá 9. júlí 1855, endursömdum af Þórði
Sveinbjörnssyni, yfirdómara, segir 1. greinin svo: „Félag
þetta, sem stofnsett er árið 1815, skal eins hér eftir, sem
hingað til, nefnast Hið Islenzka Biblíufélag."59) Þá var
m. a. Árni biskup Helgason enn á lífi. Samkvæmt þessu
er rangt að telja stofndaginn 10. sept. 1816, svo sem víða
er gert.co)
Að vísu dróst að halda næsta fund til 10. sept. 1816.
Ef til vill var þessi frestur hafður á til þess að ná Magn-
úsi Stephensen og prentsmiðjunni inn í félagið. Milli Magn-
úsar og Geirs biskups var nokkur óvild um þessar mund-
ir, þótt stæði stutt.61) Þá var kosin stjórn, sem þeir skip-
uðu Geir biskup Vídalín forseti, Isleifur assesor Einars-
son varaforseti, Árni dómkirkjuprestur Helgason skrif-
ari, og Sigurður landfógeti Thorgrímsen féhirðir.62) Hins
vegar eru lög félagsins, sem ísleifur Einarsson samdi, fyrst
samþykkt á félagsfundi og undirrituð 5. nóv. sama ár.68)
Áður en Henderson steig á skipsfjöl, skrifaði hann séra
Árna bréf, dags. 19. ág. 1815 í Reykjavík og segir þar:
»• • • I think of an island on which I have spent two of
the happiest summers of my life.“64) Svo leit Henderson