Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 100
350
kirkjurittð
sjálfur á, og kemur það glöggt fram í æviminningu hans,
er dóttir hans ritaði, að Islandsförin var hið mikla ævin-
týri lífs hans. Eftir dvöl sína hér ferðaðist hann í Biblíu-
erindum ásamt vini sínum Paterson suður í lönd allt til
Tiflis. Og þaðan sendi hann séra Jóni í Möðrufelli bréf
og fjárstyrk til smáritaútgáfunnar.es) 1822 er hann kvadd-
ur til Rússlands af Alexander Galitzin fursta til að ger-
ast starfsmaður rússneska Biblíufélagsins. En þegar það
félag var bannað vegna andstöðu grísk-kaþólsku kirkj-
unnar, hvarf hann heim til Bretlands, og gerðist mikils-
virtur kennari við trúboðsskóla tvo þar í landi 1825—50.
Hann fæddist 1784, en dó 1858.66)
Þeir vinirnir Árni Helgason og Bjarni Þorsteinsson
mæltu fallega um starf hans hér og sjálfan hann: „Prest-
urinn Henderson reisti um land allt, og kynnti sig allsstað-
ar að manngæzku, guðhræðslu og mikilli þekkingu.“ „Alls-
staðar utanlands og innan hefur þessi góði maður borið
íslendingum hið bezta orð, hvers ei er getið í þeim til-
gangi, að vér höldum oss fyrir það öðrum betri, heldur
til þess, að vér vörumst að gefa öðrum, er þættust þekkja
oss betur, tilefni að álíta orð hans ómerk.“67)
Með stofnun Biblíufélagsins hófst nýr þáttur í sögu ís-
lenzkra Biblíuþýðinga. Margir vinna nú að þýðingum og
endurskoðun, og verk það er yfirleitt kerfisbundið til að
ná sem beztum árangri. Þeir menn, er hæst gnæfa, eru
þeir Isleifur Einarsson, Árni Helgason, Sveinbjörn Egils-
son, Pétur Pétursson og Haraldur Níelsson. Rúm veitist
eigi að sinni til að skýra þar nánar frá og leiðrétta marg-
an misskilning, enda eru hér glögg þáttaskipti.
1) Jón Helgason: Málið á NT Odds Gottskálkssonar, Halld. Herm.:
Islandica IX., bls. 2—4, P.E.Ó.: Menn og menntir II, bls. 533nn.
2) Islandica IX., bls. 28—35, Menn og menntir II., bls. 533nn, 558
—61, 564—7, III. bls. 711—13, IV. bls. 373 nn. 3) Islandica XIV. bls.
11—13. Haraldur Níelsson telur vafasamt, að Þorlákur biskup hafi
haft hliðsjón af útg. Resens, í De islandske Bibeloversættelser, Stu-
dier tilegnede Fr. Buhl, bls. 188. 4) Ævisaga Jóns Þorkelssonar, I.
bls. 383, sbr. Bps. J.H. I. 278—9 og Kirkjusögu F.J. III. 635. Líklega