Kirkjuritið - 01.12.1949, Síða 103
SAFNAÐARBLÖÐ
353
um nokkurra ára skeið verið starfandi prestar. Við vor-
um börn, töluðum, hugsuðum og ályktuðum eins og böm,
— en nú hafa einnig önnur Ritningarorð mætt okkur,
sem hafa hljómað hvellt fyrir eyrum okkar: Ónýtir þjón-
ar erum vér.
Mér er enn í minni ræða, sem einn starfsbróðir minn
flutti í útvarpið fyrir nokkrum árum. Hann kvartaði þar
m. a. yfir slæmri kirkjusókn — og sennilega ekki að
ástæðulausu. Það, sem snart mig ekki minnst, var það, að
hann taldi oss prestum það að miklu leyti að kenna. Mér
rann ekki aðeins til rifja þessi lýsing hans, heldur einnig
gramdist hún. Mér gramdist það m. a., að hann benti ekki
á neina verulega leið til úrbóta á þessu slæma ástandi.
Hann kom að vísu með hvatningarorð til starfsbræðra
sinna. En fyrir almenningi mun hafa litið líkt út og að
prestarnir væru hálf-sofandi á verðinum. Eftir þessu var
það ekki mikils virði að koma í kirkju. Þar var hálf-sof-
andi prestur, talandi og tónandi yfir tómum bekkjum.
Hvað mundi verða um kvikmyndahús, sem auglýsti það,
að þar væru leiðinlegar kvikmyndir sýndar fyrir nokkra
sárleiða áhorfendur? Ég tek aðeins þetta eina dæmi, til
þess að sýna, hversu fráleitt það er af sjálfum starfs-
mönnum kirkjunnar að auglýsa vanmátt og getuleysi prests
og kirkju. Slíkar fullyrðingar eru háskalegar, einkum er
þær eru bornar fram í nafni heillar stéttar, sem vinnur
störf sín ekki síður en hver önnur stétt þjóðfélagsins. Ég
er að vísu með einna stytzta embættisreynslu af yður, en
ég get enn ekki kvartað yfir slæmri kirkjusókn. Ég þekki
og viðurkenni vanmátt minn fyrir yður, en þann vanmátt
sé ég enga ástæðu til að tilkynna þjóðinni, heldur reyni
að bæta úr honum. Og kirkjuna mun ég aldrei viðurkenna
nema borg á traustu bjargi byggða. Meðan kirkjan á Krist,
er hún sterkari og voldugri en nokkur önnur stofnun á
jörðunni. 1 boðskap Krists er líf — líf fyrir allar þjóðir
°g líf fyrir allar aldir. Það er gagnvart þessum boðskap,
sem vér getum sagt: Ónýtir þjónar erum vér. En gagn-