Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 107

Kirkjuritið - 01.12.1949, Page 107
SAFNAÐARBLÖÐ 357 a. s. hvað af efni blaðsins gefur tilefni til spurningarinnar. Samt tel ég víst, að jákvæður árangur sé eigi lítill. Það er nú svo komið, að hið talaða orð er ekki í miklum háveg- um haft, einkum ef það er í ræðuformi. Sé það hins vegar í frásagnarstíl, t. d. í söguformi og kallist upplestur, er því öllu hærri sess settur. En hið ritaða orð er enn í met- um með þjóð vorri. Ég tel því, að vér verðum að reyna eftir megni að notfæra oss þann möguleika til þess að ná til safnaðarfólksins. Vér megum ekki vera margorðir, því að þá þreytum vér þessa óróagjörnu kynslóð. Og safn- aðarblöð geta að sjálfsögðu ekki verið margorð og því varla hætt við, að þau geti orðið þreytandi. Safnaðarblað flytur boðskap í stuttu máli. Einnig snertir það við þeim sálarstreng fólksins, að þetta sé blaðið þess. Að þessu athuguðu tel ég það ávinning hverjum presti, sem vill ná til fólksins (og það vilja vafalaust allir prestar), þótt það komi ekki í kirkju til hans, að gefa út safnaðarblað, ekki hvað sízt þar sem dreifbýli er. Gáfaður og áhugasamur stéttarbróðir minn sagði við mig í sumar, að hann hefði eitt sinn verið kominn að því að gefa út safnaðarblað, en sér hefði hrosið hugur við allri þeirri aukavinnu, sem það hlyti að kosta sig. Þetta er rétt, að það kostar mikla fyrirhöfn, en þar, eins og víðar, eru einkum byrjunaraerfiðleikar. Vér vorum eitt sinn börn, sem ekki þekktum erfiðleika nema af afspurn. En nú þekkjum vér marga þá erfiðleika og höfum sigrazt á þeim. Vér höfum lagt niður þann barna- skap að óttast erfiðleika. Nú vitum vér, að prestsstarfið er starf, sem þarfnast áreynslu. Jesús Kristur lagði lífið í sölurnar fyrir boðskap sinn, vor vegna. Vér hljótum að geta gefið fyrir málstað hans meira en nokkrar prédik- anir eða pennadrætti í blöð eða tímarit. Getum vér ekki bætt við einni næturstund að vaka með honum, ef vér getum vænzt þess, að það verði boðskap hans til fram- dráttar meðal safnaða vorra? íslenzka prestastéttin hefir sýnt það, að hún býr yfir 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.