Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 22
112
KIRKJURITIÐ
prestastétt landsins vinnur í þágu þjóðarinnar". En allan
sjálfstæðan rökstuðning skortir fyrir því, að fækka skuli
einmitt um þessi prestaköll, sem upp eru talin.
Frumvarpið fór til menntamálanefndar efri deildar, og
réðst meiri hluti nefndarinnar í það að endurskoða í snatri
prestakallaskipun landsins og bera fram tillögur um hana
í heild. Var að vísu nokkur flaustursbragur á, en nefndin
sneið af ýmsa lökustu agnúana jafnóðum og henni var
bent á þá. Undirritaður fór fram á það við nefndina, að
hún sendi frumvarpið til umsagnar bæði Prestafélagsstjórn
Islands og Kirkjuráði, enda væri mjög óeðlilegt að þessir
aðiljar fengju ekki að láta í ljósi við Alþingi álit sitt á
málinu. Varð nefndin við þessum tilmælum, enda þótt hún
léti undir höfuð leggjast að láta prenta bréf Prestafélags-
stjórnarinnar til Alþingis sem fylgiskjal með frumvarpi
sínu.
Bréf Prestafélagstjórnarinnar var
Bréf Prestafélags- sem hér segir:
stjórnarinnar „Stjórn Prestafélags Islands hefir
til Alþingis. tekið til athugunar frumvarp til lag&
um breytingar á 1. gr. laga nr. 46,
16. nóv. 1907 um skipun prestakalla, en frumvarp þetta
hefir hið háa kirkjumálaráðuneyti lagt á síðastliðnu ári
fyrir Alþingi.
Prestafélagsstjórninni virðist frumvarp þetta lítt rök-
stutt af kirkjumálaráðuneytinu. Að vísu skírskotar ráðu-
neytið til ýtarlegra bréfs til sín frá skipulagsnefnd presta-
kalla, en stjóm Prestafélagsins er kunnugt um þá skoðun
í nefndinni, að því aðeins geti komið til mála að leggja
niður viss prestaköll, að ýmsar mikilvægar umbætur fáist
á prestakallaskipuninni. En ráðuneytið tekur einungis hið
neikvæða úr tillögum nefndarinnar upp í frumvarp sitt-
Og mun nefndin vart hafa búizt við slíkri afgreiðslu.
Stjórn Prestafélagsins telur eðlilegt, að ýmsar breyting-
ar fari fram á prestakallaskipuninni sökum bættra sam-
gangna og annarra aðstæðna, er fólkið flytzt til í landinu.