Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 60

Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 60
150 KIRKJURITIÐ undan er mikið af móðgandi orðum og aðdróttunum um ósann- indi, óheilindi og blekkingar. Allt þetta orðbragð er ósæmandi góðum dreng, sem þar á ofan er prestur. Á dauða mínum átti ég von en ekki því, hve fráleita merkingu sr. Sigurjón leggur í ummæli mín um síra Sigmar. Ef ég héldi, að allir hinir prest- amir hefðu misskilið mig svo herfilega, myndi það hryggja mig stórlega, en ég er þess fullviss, að svo muni ekki vera. Rúmið leyfir ekki að fara nánar út í ýms atriði í þessum kafla- Presturinn blandar saman skoðun minni á trú og kirkjulífi. Hann, sjálfur sálusorgarinn, þykist ekki þekkja ráð til að kynn- ast lífsskoðun og helgustu áhugamálum annarra. Um kirkju- siði vil ég bæta þessu við: Þeir eru að vísu form, en það form er ytra merki þess, sem býr í sálinni. Það er líka form, að gjöra krossmark, en myndi hann eða nokkur annar kristinn maður vilja, að þjóðin týndi því formi? Ég er ófáanlegur til að taka lögmál Móse fyrir reglu um kirkjusókn kristinna manna, en er miklu kærara að hafa hliðsjón af orðunum 1 Sálm. 122: Ég varð glaður, er þeir sögðu við mig: Göngum 1 hús Drottins. Kirkjusókn er mynd af kirkjulífinu, hvað sem trúarlífinu líður. Það mun vera kaflinn á bls. 237 í grein minni, sem sr. Sigut' jóni hefir einkum sámað. Mér þykir það mjög leitt, að svo hefir orðið, því að það var síður en svo tilætlunin. Og þegar vandlega er athugað, var satt að segja ekki næg ástæða til þess að móðgast. Af kynnum þeim, sem ég hefi af prestum> veit ég, að hnignun trúarlífsins, kirkjulífsins og safnaðarlífsius í landinu er aðal umhugsunar- og áhyggjuefni þeirra, og ekki þeirra eingöngu, heldur allra, sem hafa einlægan áhuga á þess- um málum og fullan skilning á nauðsyn þeirra. Þeir prestar, sem ég þekki, taka því ekki illa, að málið sé rætt. Þeir vita, að ástandið er ekki þeirra sök og að svo er ekki heldur litið a málið. Það er andi og stefna tímans, sem togar í á ógæfuhlið- ina. Þessi sorgarsaga gjörist bæði í strjálbýli og þéttbýli, Þar sem skilyrði væru þó til blessunarríks safnaðarstarfs og þa® enda þótt prestarnir standi vel í stöðu sinni. Því að presturinn einn megnar ekki að framkvæma verkið. Söfnuðurinn verður sjálfur að koma móts við hann til samstarfs. En aðstæðurnar geta verið erfiðar. Mér kemur ekki til hugar, að í hinni afar strjálbýlu og óhæfilega víðlendu samsteypu sr. Sigurjóns sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.