Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 38
128
KIRKJURITIÐ
Séra Einar þráði það vissulega heitast alla ævi að leggía
líf sitt fram sem Guði þóknanlega fórn — til eflingar ríki
hans á jörðu. Auðvitað var sú fórn ekki algjör frekar en
annarra dauðlegra manna. Sjálfur vissi hann það manna
bezt. En það, sem á skorti, bætti upp náð hin góða Guðs-
1 því trausti lifði hann og dó. Og nú vitum við, að —
Á lifandi manna landi
loks er hann aftur skyggn,
hans skoðar heilsýnn andi
himnanna dýrð og tign.
Einar Guðnason.
★
ÚR BRÉFI frá séra Guðmundi Sveinssyni:
.... Ég er fanginn af þeirri hreyfingu meðal danskra gu®'
fræðinga, sem nú er allofarlega á baugi, að menn eigi ekki svo
mjög að keppa eftir hughrifum eða alls konar „hugsjónum >
heldur horfast í augu við veruleikann, eins og hann er, og vera
ærlegur í starfi sínu og hreinskilinn ekki minnst við sjálfan
sig. Letingjamir, sem ekkert vilja fyrir hlutunum hafa sjálhr>
en láta gera allt fyrir sig, festa alla von sína á vakningum °£
snöggum sinnaskiptum, hinir hugsa um sál sína eins og uin
garðinn sinn. — Þegar líf mannsins er gert upp, er það fyrst
og fremst það, sem við köllum „hið smáa“, sem telur, hin hvers-
dagslegu atvik, að vera trúr yfir litlu, ekki svo mjög „hin stóru
augnablik. Og í þessum hversdagslegu efnum er kristindómurim1
okkar mælikvarði, ekki sumum til falls og öðrum til viðreisnar•
Og eitt hrífur mig þó mest í þessari guðfræðihreyfingu. En Þa^
er hin mikla áherzla, sem hún leggur á „þjóðkirkjuna“, kirk]u
þjóðarinnar, kirkju hins venjulega manns, sem enginn sértrúar-
flokkur hefir not fyrir, kirkjuna, sem tekur á móti manninurn
eins og hann er, en krefst ekki af honum, að hann sé svona eða
hins veginn til þess að hann geti verið með.....