Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 68
158
KIRKJURITIÐ
ekki verið sem nákvæmast. Einkennilegt afbrigði við AM
686 b, 4to er þetta: bls. 172, 1. 7 og 8: of vallt = umuallt-
Þegar þetta afbrigði er haft til hliðsjónar af afbrigðinu
bls. 170, 1. 11: á braut reka = á baurt (burt) reka,
gæti það bent til þess, að brotið væri yngra en frá 15-
öld eða frá 16. öld, ef til vill. Afskriftin er þá gerð eftir
fomu handriti. Afskrifarinn stælir hið fyrnskulega stafa-
lag af mikilli samvizkusemi, en ýmislegt í hendinni bendir
samt frekar til 16. aldar. Ég hygg, að lítil a með þverstriki,
opin að neðanverðu, séu fyrst algeng á þeirri öld.
Skemmtileg þýðingarvilla finnst á bls. 171, 1. 31: Sign-
um vér oss. Er hér augsýnilega um einhvem misskilning
að ræða á Jóh. 8:48 í Vúlgötu: Nonne bene dicimus nos
etc. Ef til vill hefir latneski textinn, sem þýðandi studdist
við, verið svo bundinn, að hann hafi lesið skakkt úr hon-
um. Hins vegar kemur misskilningur þessi ekki verulega
að sök, því að hann lýsir viðbjóði Gyðinga mæta vel, rétt
eins og sagt mundi vera í þjóðsögu: Krossum við okkur
í bak og fyrir.
Hins vegar gætir hann þess að gera mun latneskra orða,
t. d. bls. 171, 1. 29: orð Guðs = verba Dei, en í viðbaet-
inum hér, bl.2.r. 1. 4: sá er varðveitir mál mín = sermonem
meum.
Með þessari athugasemd hefir þá verið gefið í skyn,
að hér muni vera um þýðingu að ræða. En á hverju?
Lífssaga Jesú er fjarstæða. Er um homiliarium að ræða,
hómílíusafn?
Homiliarium er prédikunarsafn. Það er mikill misskiln-
ingur að halda, að aldrei hafi verið prédikað á móður-
máli í hinni fomu kaþólsku kirkju. Að vísu skipar prédik-
unin ekki sama sess og hjá mótmælendum, þar sem mess-
an hjá kaþólskum mönnum fyrst og fremst í eðli sínU
er fólgin í tilbeiðslu og lotningu fyrir guðdómnum. Samt
hefir kaþólska kirkjan ætíð talið prédikunina mikilvæga-
En á þeim tímum, sem hómílíaríin urðu til, ca. 400—1000,
var hún aðallega fólgin í því að leggja guðspjallið út í