Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 52
142
KIRKJURITIÐ
Saga hans verður ekki rakin hér, enda eflaust flestum
Islendingum kunn.
Jón Arason var ekki helgur maður, meinlætamaður eða
dýrlingur í venjulegri merkingu þess orðs og hefir eflaust
ekki gert kröfu til að vera talinn það, en hann var í senn
trúr sonur kirkju sinnar og þjóðar og jafnframt ríkilátur
og umsvifamikill höfðingi með norrænu víkingseðli. Ver-
aldarvafstur hans verður að dæmast í Ijósi samtíðarsögu
hans. En því mega Islendingar aldrei gleyma, að Jón Ara-
son er þrátt fyrir breyskleika sinn píslarvottur ekki aðeins
trúar sinnar, heldur lands síns og þjóðar og sá eini, sern
úthellt hefir blóði sínu í baráttunni gegn kúgun og ofbeldi
erlends valds. I raun og veru hefði hann því fremur en
Jón ögmundsson og Þorlákur helgi átt skilið að takast
í dýrlinga tölu kirkju sinnar og vafalaust ætti hann öðrum
fremur að skoðast dýrlingur þjóðar sinnar.
m.
Vér íslendingar höfum nú undanfarið mjög minnzt hins
endurheimta sjálfsforræðis þjóðarinnar og margra mætra
manna, sem tekið hafa þátt í frelsisbaráttu hennar, eins
og réttmætt og sjálfsagt hefir verið, en ég minnist ÞesS
ekki, að þar hafi Jóns Arasonar verið getið. Jón Sigurðs-
son sæmdi þó Jón Arason þeim heiðri að kalla hann „síð'
asta Islendinginn", þ. e. þann síðasta, sem veitt hafi með
nokkru afli og myndugleika viðnám gegn erlendri kúgun
og frelsisráni.
Þegar Jón Arason og synir hans voru án dóms og luSa
hálshöggnir í Skálholti 7. nóv. 1550, voru liðnar nær 3
aldir frá því að Islendingar seldu sjálfsforræði sitt í hend-
ur Noregskonungi. Konungsvaldið hafði frá þeim tíma
verið að smá færa sig upp á skaftið. Gamli sáttmáli hafð1
verið margrofinn. Erlendir embættismenn, sem flestir voru
landinu óþarfir, höfðu t. d. setið hér í embættum. Ýms
lög voru sett landi og þjóð til óþurftar og ekki hirt um