Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 8
Séra Þorsteinn B. Gíslason
Steinnesi:
Erindi páskanna.
Allir helgir dagar ársins eru nefndir einu sameiginlegu
nafni og kallaðir kirkjuár. Hlutverk þess er ekki aðeins
það, að veita mönnum lausn og leyfi frá hinum venjulegu
störfum, svo að þeir geti hvílzt frá erfiði vikunnar og
safnað nýjum kröftum til áframhaldandi starfs. Ekki ei’
það heldur, nema þá að mjög takmörkuðu leyti, tilætlun-
in, að menn verji þessum dögum til skemmtana, ferðalaga
eða annars þess háttar, heldur er höfuðtilgangurinn sá,
að við á einhvern hátt notum þá okkur til andlegrar og
trúarlegrar uppbyggingar. Þeir eiga að fræða okkur og
styrkja í okkar kristnu trú. Þeir eiga að auka okkur þrek
og veita okkur kraft til þess að lifa lífinu samkvæmt og
í samræmi við heilög boð hans, sem er vissulega vegurinn,
sannleikurinn og lífið fyrir mannkynið. Og þeir eiga að
hjálpa okkur til að horfa með vongleði og bjartsýni út yfir
tilveruna, hvernig sem ævikjörum okkar er háttað.
Hver helgur dagur hefir sinn boðskap að flytja, boðskap
frá Guði, sem við eigum að hafa gott af og þörf fyrir að
hlusta á. Og ef við þurfum sex daga af hverri viku til
þess að hugsa um og uppfylla þarfir líkamans, þá veitir
okkur áreiðanlega ekki af einum degi til þess að hugsa
um sál okkar, leita henni endurnæringar og styrks og
íhuga okkar andlega hag.