Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 48
138
KIRKJURITIÐ
að sameina, upplýsa og helga hug og hjarta í sannleikan-
um, þegar trúin hefir fengið að breyta hugarfarinu, að
þá sé ekki um neinn skoðanamun að ræða. Þá hverfur
allt, sem skilur og sundrar, kærleikurinn til Krists og kirkj-
unnar verður einn eftir.
Ekkert annað en hlýðni við vilja hans getur sameinað
kirkjuna.
Kristnir menn um heim allan: Biðjum því án afláts um
sameinað Guðs ríki innan kirkjunnar, svo að hún verði
sterk og starfi sínu vaxin.
Á kletti kærleikans var kirkjan stofnuð. Á þeim kletti
skulu allar öldur brotna.
Barth og Barths-stefnan.
Barths-stefnan er runnin frá Karli Barth og við hann
kennd. Hann er fæddur 1886 í Bern, höfuðborg Sviss, en
þar var faðir hans háskólakennari. Að loknu guðfræði-
námi var Karl Barth um skeið prestur í þorpi einu í Sviss.
Árin 1921—1935 er hann háskólakennari í Þýzkalandi —
síðast prófessor í Bonn. En hann gat ekki fylgt Hitler að
málum, og hlaut því að hverfa á burt úr Þýzkalandi oS
aftur til ættlands síns. Hefir hann síðan verið prófessor
í Basel.
Meginhugsanimar í ritum Barths eru þær, að veröldin
með allri vonzku sinni og styrjöldum eigi alls ekkert skyk
við Guð, heldur sé honum fjandsamleg. Meira að segja>
Guð er yfirleitt alls ekki í þessum heimi og ókleift að
finna hann þar.
Það er aðeins einn tengiliður milli þessa heims og Guðs
— Kristur. Guð fæddist í þennan heim sem Kristur og
friðþægði fyrir syndir vorar með kvöl sinni og dauða,