Kirkjuritið - 01.04.1951, Blaðsíða 46
136
KIRKJURITIÐ
skilur, að allt öryggisleysi í atvinnumálum er ósamboðið
sannri menningu og beinlínis þjóðhættulegt.
Allir vilja keppa eftir að lifa menningarlífi og telja, að
eina skilyrði þess sé góður efnahagur. En gætum þess vel,
að raunveruleg menning er lífræn, hugsjónarík og heil-
steypt. Það er lifandi samstilling milli viðhorfa sannrar
menningar og hins heilaga, sem allar góðar gjafir koma
frá.
Stjórnmálin þurfa mjög á hjálp kirkjunnar að halda.
Kristindómurinn einn er vandanum vaxinn: að hreinsa
burt sorann og helga sjónarmiðin og koma til leiðar breyt-
ingu á óheppilegu og úreltu stjórnarfari, svo að þjóðirnar
verði færar um að varðveita frið. Allt ytra stjórnarfyrir-
komulag í heiminum þarf og hlýtur að breytast frá ÞV1
ástandi, er nú ríkir.
Það stjórnarfar, er hugsandi mönnum nú á tímum finnst
einna fylgisamlegast og í áttina til þjóðheilla og siðgæðis,
er hið svokallaða lýðræði. Og þó er spurt frá orustuvelli
stjórnmálanna: „Getur lýðræði þrifizt án styrjaldar?"
Lengra er ekki komið á þroskabraut stjórnmálanna. Það
virðist liggja svo í augum uppi, að ekkert stjórnarfar,
hversu sem skipulagt er, getur staðizt nema án styrjaldar.
Heimsríki ryðja sér til rúms. Og hrynja til grunna,
hvert á fætur öðru. Einn stjórnmálaflokkurinn veltir öðr-
um um koll. Friður er skilyrði allra giftusamlegra fram-
kvæmda.
Það má furðulegt heita, hve seinn heimurinn er að
læra stjórnvizkuna, af vitnisburði sögunnar.
Stjórnarskráin og Biblían ættu ávallt að eiga samleið-
Þá væri heimsfriðinum borgið.
Það gengur svo seint að fá opin augu og skynja lífsins
miklu gæði og örlæti, nú þegar hin andlega og tímanlega
framþróun er að opna mönnum dásamlega undraheima
nýrra uppgötvana og möguleika til ytri framfara, og vlt
og orka streymir frá uppsprettu hins algóða, niður til
jarðarinnar sem náðargjafir, er ætlaðar eru til þess að