Kirkjuritið - 01.04.1951, Síða 68

Kirkjuritið - 01.04.1951, Síða 68
158 KIRKJURITIÐ ekki verið sem nákvæmast. Einkennilegt afbrigði við AM 686 b, 4to er þetta: bls. 172, 1. 7 og 8: of vallt = umuallt- Þegar þetta afbrigði er haft til hliðsjónar af afbrigðinu bls. 170, 1. 11: á braut reka = á baurt (burt) reka, gæti það bent til þess, að brotið væri yngra en frá 15- öld eða frá 16. öld, ef til vill. Afskriftin er þá gerð eftir fomu handriti. Afskrifarinn stælir hið fyrnskulega stafa- lag af mikilli samvizkusemi, en ýmislegt í hendinni bendir samt frekar til 16. aldar. Ég hygg, að lítil a með þverstriki, opin að neðanverðu, séu fyrst algeng á þeirri öld. Skemmtileg þýðingarvilla finnst á bls. 171, 1. 31: Sign- um vér oss. Er hér augsýnilega um einhvem misskilning að ræða á Jóh. 8:48 í Vúlgötu: Nonne bene dicimus nos etc. Ef til vill hefir latneski textinn, sem þýðandi studdist við, verið svo bundinn, að hann hafi lesið skakkt úr hon- um. Hins vegar kemur misskilningur þessi ekki verulega að sök, því að hann lýsir viðbjóði Gyðinga mæta vel, rétt eins og sagt mundi vera í þjóðsögu: Krossum við okkur í bak og fyrir. Hins vegar gætir hann þess að gera mun latneskra orða, t. d. bls. 171, 1. 29: orð Guðs = verba Dei, en í viðbaet- inum hér, bl.2.r. 1. 4: sá er varðveitir mál mín = sermonem meum. Með þessari athugasemd hefir þá verið gefið í skyn, að hér muni vera um þýðingu að ræða. En á hverju? Lífssaga Jesú er fjarstæða. Er um homiliarium að ræða, hómílíusafn? Homiliarium er prédikunarsafn. Það er mikill misskiln- ingur að halda, að aldrei hafi verið prédikað á móður- máli í hinni fomu kaþólsku kirkju. Að vísu skipar prédik- unin ekki sama sess og hjá mótmælendum, þar sem mess- an hjá kaþólskum mönnum fyrst og fremst í eðli sínU er fólgin í tilbeiðslu og lotningu fyrir guðdómnum. Samt hefir kaþólska kirkjan ætíð talið prédikunina mikilvæga- En á þeim tímum, sem hómílíaríin urðu til, ca. 400—1000, var hún aðallega fólgin í því að leggja guðspjallið út í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.