Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 11
* I' I S T L A 11 ^ Kirkjan og blö&in. Á móti blaðamanna og presta í Árósum í vor hélt Helge Jensen ritstjóri erindi, sem hér verður að nokkru rakið efnis- !ega. Bæði kirkjan og blöðin keppa eftir áheyrn og fylgi almenn- ings og ættu, ef allt er með felldu, að styðja hvort annað í „kristnu“ landi. Frjáls blöð í frjálsu landi vilja vera sem bezt- ur spegill alls þjóðlífsins á hverjum tíma. Þess vegna er það í þeirra þágu, að ljá kirkjunni rúm í dálkum sínum, ef hún hefir eitthvað að segja, og eitthvað gert, sem almenning varð- ar og hann vill gjarnan vita. Reyndin er sú, að þessa gætir minna i blöðunum en ætla mætti. Flest hafa að visu ein- hverja kirkjulega dálka á sunnudögum, en þeir eru ekki al- mennt lesnir, og blöðin sækja ekki mikið á kirkjuna, að leggja sér til efni. Þetta er ekki sakir málefnisins, heldur málsmeðferðarinnar. Flestir prestar birta útdrátt úr prédik- unum sínum, og skrifa allar fréttir í skýrsluformi. Og þetta er kórvilla. Ágæt prédikun, sem hrífur marga áheyrendur á sínum stað og stundu, á ekkert erindi í blöðin. Þar er hún eins og steinn, sem kastað er í vatn. Hv.að gott og tímabært sem efnið er, krefst það hæfilegs búnings, eigi almennur blaðalesandi að gefa því gaum. Stíllinn, efnismeðferðin, er höfuðþraut og list blaðamannsins. Hann skiptir oft meiru, hvernig eitthvað er sagt, heldur en hitt, hvað sagt er. Kirkj- unnar menn leggj.a með réttu aðaláherzluna á boðskapinn, en það leysir þá ekki úr þeim vanda að flytja hann með rétt- um hætti, ef hann á að hafa nokkurn framgang. Almenn hug- tök eins og trú og vantrú, synd og réttlæti, hjálpræði og glöt- un, verða alþýðu manna óskiljanleg og einskisverð, hvað oft sem þau eru endurtekin, ef þau eru ekki skýrð með lifandi dæmum. Og það er miklu vænlegra til árangurs að skrifa á

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.