Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 29

Kirkjuritið - 01.10.1958, Qupperneq 29
ILIRKJURITIÐ 363 komnar á þjóðskjalasafnið. Vegna veikinda sinna svaf séra Ölafur í fjós- inu á vetrum, en í kirkjunni á sumrin. Þá sögu hefi ég heyrt, að eitt sinn ætlaði vinnumaður einn á staðn- um, er Árni hét, að hræða prest; fór hann upp á kirkjuloft, svo litið har á, áður prestur gengi til hvílu í kórnum. Þegar prestur er háttaður, gerir vinnumaður þrusk allmikið uppi á loftinu. Prestur spyr, hver þar sé, en vinnumaður svarar ekki; gerir hann nú litlu síðar enn meira hark; prestur spyr, hver þar sé, en enginn svarar. 1 þriðja sinn, eftir dálitið hlé, gerir svo vinnumaður allmikið þrusk, en þá ris prestur upp og byrstir sig mjög og spyr með þrumuröddu, hver þar sé. Þorir þá vinnumaður ekki annað en gefa sig fram. Ert það þú, Árni minn, segir prestur. Við það fór vinnumaður burt og bað fyrirgefningar. Áður en ég fór frá Saurbæ, gekkst ég fyrir þvi, að séra Ölafi var reistur minnivarði, þar sem talið var að gröf hans væri. Hafa sóknarbúar notið mikils góðs af dánargjöf hans, og fannst mér því maklegt, að honum væri einhver sómi sýndur, þó alllangt væri liðið frá dauða hans. Séra Ólafur var strangur og siðavandur. Hann var hinn einstakasti reglumaður í hvívetna. Árni Thorsteinsson landfógeti minntist á hann við mig. Kvaðst hafa gist hjá honum i Saur- bæ á skólaferðum sínum, en þá átti hann heima á Stapa, þar sem faðir hans, Bjarni Thorsteinsson amtmaður, bjó. Þrettándi presturinn er séra Þorgrímur Thorgrimsen, sonur séra Guð- mundar Thorgrimsens á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Séra Guðmundur var bróðursonur séra Björns prófasts Þorgrímssonar, sem talinn er hér að framan (nr. 5) og föðurbróðir Guðmundar Thorgrimsens verzlunar- stjóra á Eyrarbakka. Séra Þorgrímur Thorgrimsen varð fyrst prestur að Keldum á Rangárvöllum (1826—1836) og bjó á Stokkalæk, svo í Nes- þingum á Snæfellsnesi 1836—49 og bjó á Þæfusteini, er var prestseturs- ]örð. Kona hans var Ingibjörg, systir Helga biskups. Átti 5 dætur, er voru tveggja til 20 ára, er hann flutti að Saurbæ, og 1 son, er Guð- mundur hét, þá 11 ára, síðan efnabóndi í Belgsholti. Séra Þorgrímur sagði af sér eftir 18 ára dvöl í Saurbæ, þá áttræður og flutti (árið 1867) að Belgsholtskoti í Melasveit,, þar sem hann dó 12. nóv. 1870, 83 óra að aldri. Sagt var, að séra Þorgrímur hefði viljað fá að byggja yfir sig 1 Hjallagerði, sem var vestanvert við túnið i Saurbæ, en eftirmaður hans (séra Þorvaldur) ekki viljað það. Fluttist séra Þorgrimur því í nágrenni við Guðmund son sinn, er þá var búsettur í Belgsholti. Um Hjallagerði er það að segja, að þar hafði verið tómthúsbýli, en ég lét slétta það og er þar nú rennislétt tún. Nokkrir steinar sýna, hvar kotbær þessi stóð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.