Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 39

Kirkjuritið - 01.10.1958, Síða 39
KIRKJURITIÐ 373 vísindalegar tilgátur. En vísindamennirnir voru hrokafullir og sannfærðir um réttmæti sinna skoðana. Jók þetta enn bilið é milli þessara tveggja meginþátta í tilveru mannkynsins. Mannkynið var búið að gleyma Guði. En þá tekur Guð í taumana. Þegar vísindin eru komin á það stig, að mönnum tekst að einangra hina minnstu efnisögn, sem til er, sundra henni og leysa þar með úr læðingi hina raunverulegu orku efnisins, birtist tilveran, alheimurinn í alveg nýju ljósi. Það kemur sem sé á dag- inn, að efnið er minnsti hluti tilverunnar, þeirrar tilveru, sem vér menn- irnir höfum fyrir augum vorum og skynjum. Frumeindin er eins mikið tóm og sólkerfið. Þetta kemur skýrt fram í bók Gísla Halldórssonar, þar sem hann segir á bls. 153: „Góða hugmynd um þetta tóm gefur það, að ef allt ófyllt tóm i einum mannslíkama væri tekið burtu og öllum já- kvæðum og neikvæðum ögnum, rafeindum og prótónum, safnað saman í samfellt efnismagn, þé yrði þetta korn ekki stærra en svo, að það sæist aðeins í stækkunargleri." Líkami vor er því hvergi nærri eins efnislegur og við hyggjum „og öll veröldin likari heimi anda og orku en heimi efnis“. Þegar þessi nýi heimur opnast fyrir sjónum eðlisfræðinganna, standa þeir höggdofa frammi fyrir undrinu, enn einu sinni hefir gallhörðum kenningum heimsins mestu eðlisfræðinga og vísindamanna í stjörnufræð- um verið kollvarpað, en um leið hefir Guð sannað tilveru sina einu sinni enn og á mikið efnislegri hátt en nokkurn tíma áður. Það sýnir glöggt hið óskeikula lögmál Guðs í tilverunni, að einmitt uppgötvun mannanna, sem leiðir til þess að þeir nái algeru valdi yfir efninu, einmitt hún skuli um leið opna augu þeirra fyrir tilveru Guðs sem æðri veru og skapara heimsins. Að lokum vil ég tilfæra hér orð Alberts Einsteins, sem höfundur fyrr- nefndrar bókar tekur upp í lok bókarinnar, en sem kunnugt er urðu hin- ar heimsfrægu stærðfræðilegu jöfnur Einsteins: efnismagn jafngildir orku deildri með ljóshraðanum í öðru veldi, til þess að kjarnorkan varð leyst ur læðingi. En þessi er trúarjátning Einsteins: „Trú min er falin i auðmjúkri aðdáun á hinum ótakmarkaða anda, er gefur sig til kynna í hverju smáatriði, sem vanmáttka huga vorum tekst að skilja. Einlæg og djúp sannfæring um návist háleitrar vitsmunaveru, er segir til sin í hinni óskiljanlegu veröld, mótar hugmyndir minar um guð.“ Steingrímur Sigfússon.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.