Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ 381 Söfnuðurinn er fámennur, þar sem hann telur aðeins 26 heimili. Engu að síður hefir viðgjörð og endurnýjun kirkjunnar verið innt af hendi án þess að stofnað væri til skulda. Má enda segja, að flest heimili sóknar- innar hafi látið meira og minna af hendi rakna til að gjöra kirkjuna svo vel úr garði sem raun ber vitni. Gjafir þeirra margra eru stórhöfðing- legar. Þá hafa og nokkrir gamlir Kjalnesingar og fleiri lagt fram drjúg- an skerf. Alls hafa kirkjunni þannig borizt að gjöf um 58 þúsundir króna i peningum, auk þess sem sóknarmenn gáfu yfir 50 dagsverk. Var og öll vinna að kalla unnin endurgjaldslaust, önnur en sú, sem iðnlærða menn þurfti til. Við þetta hafa sóknarmenn og aðrir unnendur kirkjunnar ekki látið sitja, því að henni hafa að undanfömu borizt margir forkunnar fagrir og dýrmætir munir. Fyrir skömmu fékk hún að gjöf lýstan kross, sem reistur var á tumi hennar. Vegna afmælisins bárust henni og þessar gjafir: Skírnarlaug mikil og fögur úr marmara, messuhökull, altarisklæði og altarisdúkur, 7 arma ljósakróna og 10 vegglampar af sömu geið, 2 sjö álma ljósastikur á altari og 2 Biblíur. Fer ekki milli mála, að þessi fámenni söfnuður hefir hér lagt kirkju sinni svo riflega, að til fyrirmyndar má teljast. Að kalla eignalaus var kirkjan, þegar hafizt var handa um kostnaðarsama viðgerð. Þær endur- bætur voru ekki aðeins unnar án þess að stofnað væri til nokkurra skulda, heldur hafa kirkjunni sem fyrr greinir áskotnazt margir fagrir og verð- mætir munir, sem varðveitast munu um ókomin ár. Bjarni SigurSsson. (■jafir til 1‘rest.sbakkakirkju. Er Prestsbakkakirkja i Stranda- prófastsdæmi var vígð 26. mai 1957, hafði söfnuðurinn lagt fram í frjáls- um samskotum til byggingarinnar ....................... kr. 37.350,00 Áheit höfðu kirkjunni borizt viðs vegar að ............ — 1.910,00 Vinna gefin ........................................... — 12.000,00 Ágóði af skemmtunum ................................... — 10.725,00 Alls kr. 61.985,00 Vígsludaginn gaf séra Jón Guðnason og frú .............. — 2.000,00 Síðan hefir kirkjunni borizt 500 kr. gjöf frá gamalmenni í söfnuðinum, sem ekki vill láta nafns síns getið ..... — 500,00 og áheit frá A. S.......................................— 100,00 Samtals kr. 64.585,00

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.