Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 14
252
KIRKJURITIÐ
Þér skuluð vera mér heilagur lýður, ef þér haldið sáttmála
minn, segir textinn. Hér kemur fram sá þáttur þessa texta,
sem ég vildi að lokum gera að umtalsefni. Ef þér haldið sátt-
mála minn, segir þar. Hver er sáttmálinn? Hvað er sáttmáli?
Er það svo, að vér séum bundin Guði sáttmála? Erum vér
skuldbundnir Guði? Skuldum vér honum nokkuö? Höföar hann
til vor til andsvars viö náöargjöfum sínum? Eigum vér ekki
sjálfir afla handa vorra, eða ber oss aö gjalda Guöi eitthvaö?
Er hann gjafari og vér honum skuldbundnir?
í hinum forna texta er átt við tiltekið form þess guðssam-
félags og þeirrar félagsheildar, sem hér um ræðir, hins forna
safnaðar ísraels. „Sáttmáli" var til forna gagnkvæmt samband
tveggja aðila, er grundvallaðist á valdi annars og lýðskyldu
hins. Meðal Hetíta annars árþúsundsins f. Kr. var sáttmálinn
hið vanalega form, er ákvarðaði stöðu stórkonungs gagnvart
smærri ríkjum, og í umhverfi hins forna ísraels var þetta form
notað milli ríkja. Sáttmáli var því ekki samningur tveggja
jafnrétthárra aðila. Hann byggðist á rausn annars og þurft
hins, sem minna átti undir sér. En hann stýrði sambandi þeirra
til þeirrar áttar, að réttur var tryggður og það frelsi, sem tak-
markaðist af aflsmun. Það er ekki vitað, hvort fsraelsmenn
tóku beinlínis upp þetta pólitíska form og beittu því til þess
að skýrgreina samband Guðs og manna, eða hvort hér er um
sjálfstæða hugsun að ræða. Sjálfstæði hugsunarinnar er allt
að einu í því fólgin, að guðsþjónustan er fellda í þetta mót.
Guð er hinn máttugi alvaldur, sem gefur af ríkidómi sínum.
ísrael, söfnuðurinn, er þiggjandinn, sem skyldugur er gjafara
sínum og skapara, Drottni allsherjar. í sáttmálaguðsþjónust-
unni er þvi lesið lögmál sáttmálans. Það eru boðorðin tíu í
annarri Mósebók. Þau mætti nefna „stjórnarskrá sáttmálans".
Allt lögmál Gamla testamentisins að heita má var raunar skil-
ið þeim skilningi, að það væri sáttmálalög.
Boðorðin eru flest neikvæð. Þau kveða á um, hvaða athafnir
menn skyldu forðast. Þau hafa verið nefnd „lögmál frelsisins“,
af því að neikvæð boð afmarka svæði, en innan þess eru menn
frjálsir. Boðorðin höfðu því hlutverki að gegna að setja grund-
vallarlög, stjórnarskrá, sem þeir skyldu halda, er inngöngu
vildu fá í sáttmálann, þ. e. söfnuð ísraels. Boðorðin bönnuðu,