Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 17
Pistlar.
Lykkjufall.
í lögum um sóknargjöld, sem sett voru árið 1909, voru tvenn
skynsamleg ákvæði um hækkun sóknargjalda, ef þörf krefði.
Um hið fyrra segir svo í Kirkjurétti Einars Arnórssonar:
nÞar sem söfnuður hefur tekið að sér fjárhald kirkju, þar ber
sóknarnefnd að sjá um, að nægilegt fé komi inn til viðhalds
°g þarfa kirkjunnar yfir höfuð. Ef ekki nægja hinar lögmæltu
tekjur kirkjunnar, kr. 0,75, þá er það skylda sóknarnefndar,
að kalla saman safnaðarfund og freista að fá samþykki hans
til að auka kirkjugjaldið og heimila niðurjöfnun þess um eitt
ar eða ákveðið árabil. En auk samþykkis safnaðarfundar þarf
einnig samþykki héraðsfundar til hækkunar kirkjugjalds."
Um hið síðara segir: ,,Nú nægir hið lögmælta kirkjugjald ekki
ftieð hækkun þeirri, sem gerð hefur verið samkvæmt áðursögðu,
°g er sóknarnefnd þá heimilt að jafna niður því, sem á vant-
ar> á alla gjaldskylda safnaðarlimi eftir ástæðum.11
Hvort tveggja virðast eðlileg og nauðsynleg ákvæði. Kirkj-
an er, eins og vitanlegt er, ákveðinn félagsskapur þeirra manna,
sem í honum vilja vera og hlíta formi hans og fyrirmælum.
Menn ganga í hana og segja sig úr henni að eigin vild — hve-
naer sem þeim þóknast. Hún hefur mikla fjárþörf og ærið mis-
jafna eftir því, hvaða framkvæmdir hún hefur með höndum.
T. d. er fjárnauðsyn þeirra safnaða, sem búa við góð kirkju-
hús og vel viðhaldin, ólíkt minni en hinna, sem ráðast verða
1 nýsmíði kirkna af litlum sem engum efnum. Ætti það að
hggja hverjum manni í augum uppi. Og að sjálfsögðu eru og
ýmissar framkvæmdir, sem einn söfnuður ræðst í, en ekki
annar, ekki sízt nú á dögum. T. d. margbreytilegt barna- og
Unglingastarf, útgáfa safnaðarblaða og annað slíkt. Þess vegna
verður ekki efað, að söfnuðunum er óhjákvæmilegt að geta
hækkað kirkjugjöldin um lengri eða skemmri tíma — og hví
skyldi þeim vera settar óeðlilegar, hvað þá óhæfilega þröng-