Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 24

Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 24
262 KIRKJURITIÐ hvívetna, þar sem samhljóðan og ósamhljóðan opna oss veg að andlegu námi.“ Það er sami æðasláttur lífsins, sem birtist í þessum bréf- kafla — sömu andvörpin yfir öllum vandræðunum innan kirkj- unnar og utan, sama trúin á gildi frelsarans og sigur Guðs þrátt fyrir allt — og vakir í hjörtum vorum þann dag í dag- Því að kirkjan er sköpuð til baráttu, sem háð er í sigurtrú, þótt hún sýnist vonlaus. Og raunar er ekki höfuðspurningin um framtíð hennar — heldur hitt, hvernig við — þú og ég —- vinnum henni. í þessu sambandi kemur það líka í hugann, að þótt séra Matthías væri hvorki strangtrúaður né að öllu leyti svo sem til fyrirmyndar — þá var Guðsandi í honum — andi sannleiksþorstans og kærleikans — og eldur áhugans. Hann gat ekki staðið hjá í orustu dagsins og látið sig litlu skipa, hvor hefði betur — hinn góði eða illi boðskapur. .. . Hann vildi heilshugar berjast með Guði. . .. Þess vegna hefur hann m. a. með sálmum sínum eflt eldinn innan kirkjunnar í þessu landi — eld guðslogans, sem brennur enn í brjóstum margra — lífsloga kirkjunnar. Gunnar Árnason. Án Krists vitum vér hvorki, hvað líf vort er né dauði; ekki held- ur hvað Guð er, eða vér sjálfir. — Rascal. Trúðu aðeins góðu um aðra, unz reynslan sannar þér hið gagn- stæða. — Lútlier. Til þess að geta glaðzt saman á himnum, verðum vér fyrst að geta komið oss saman hér á jörðunni. — Olfert Ricliard. Stundum liggur sumum svo mikið á við að frelsa heiminn, að þeir gleyma þvi að vera hver öðrum góðir. — Olfert Richard. Það er ekkert lífsskilyrði að vera hamingjusamur til að skapa hamingju. — Óþekktur höf. Enginn getur talað til vor með fullum myndugleika, ef ekki kenn- ir einhvers kærleika í fari hans. En sá, sem elskar takmarkalaust, nær takmarkalausu valdi. — Olfert Richard.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.