Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 33

Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 33
KIRKJURITIÐ 271 landlækni Sveinssyni, þeim sama, er Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur lærði hjá. Séra Jakob var einnig mikill dugnaðar- og búsýslumaður og bjó í Gaulverjabæ stóru búi. Hann var og ágætur barna- fræðari og hjálpaði mörgum unglingnum á framfarabrautinni. Á prestsskaparárum hans var nýja sálmabókin, sem svo var oefnd, tekin í notkun í flestum kirkjum landsins og hætt að nota Grallarann. Eftir séra Jakob komu tveir Pálar í röð, séra Páll Ingi- niundarson og séra Páll Sigurðsson, stórmerkir menn, hvor á sína. vísu. Séra Páll Ingimundarson var prestssonur frá Ólafsvöllum á Skeiðum, séra Ingimundar Gunnarssonar og Guðrúnar Árna- dóttur, systur séra Jakobs. Páll mun að einhverju leyti hafa alizt upp hjá móðurbróður sínum í Gaulverjabæ og varð að- stoðarprestur hans 27 ára gamall 1839. Síðar, eða 1856, fékk séra Páll veitingu fyrir prestakallinu, en þá var búið að skipta Því stórum, nýtt prestakall allfjölmennt var stofnað, Stokks- eyrarprestakall. Greinilega má sjá, að safnaðarfólki því, sem séra Páll skildist nú við, var mikil eftirsjá i honum. í fundar- gerðarbók skólans á Eyrarbakka stendur: „Presturinn séra Páll Ingimundarson er nú hættur að vera presturinn okkar.“ Séra Páll Ingimundarson er kunnastur fyrir afskipti sín af skólamálum. Mjög líklegt er, að séra Páll hafi verið upphafs- maður þess, að skóli var stofnaður á Eyrarbakka fyrir meira eri einni öld. Sá prestur, sem flestum kemur í hug enn í dag, þegar minnzt er á Gaulverjabæ, er séra Páll Sigurðsson. Hann er lang- kunnastur síðari tíma presta í Gaulverjabæ og gnæfir hátt yfir, að sínu leyti eins og séra Torfi um miðbik 17. aldar. Elztu menn í Gaulverjabæjarsókn muna enn andlega stór- ^ennið og ljúmennið séra Pál. Hann var ættaður að norðan, bóndasonur frá Bakka í Vatns- úal. þar fæddist hann 16. júlí 1839. Hann var framúrskarandi Safaður maður og glæsilegur. Hann vígðist að Miðdal í Laug- ardal, síðan fékk hann veitingu fyrir Hjaltabakka, nálægt ^skustöðvunum, en fékk Gaulverjabæ 2. febrúar 1880. Þar var hann prestur til æviloka, en þau urðu allslysaleg. Hann, þessi frækni maður, „féll, er hann ætlaði að stíga á hestbak til þess

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.