Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 37

Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 37
KIRKJURITIÐ 275 illar sæmdar, enda stendur hann saman eins og einn maður að því að hlúa að henni, svo að hún er áreiðanlega með glæsi- legustu guðshúsum landsins í sveit. Kirkjan rís hátt, blasir vel við á hólnum, þar sem hún stendur. Ég á enga ósk heitari henni til handa, en hún rísi ávallt hátt í hugum barna sinna. Og vísi hér eftir sem hingað til öllum börnum sínum á veginn, sem liggur öllum öðrum ofar, svo að í hjörtum þeirra svelli lof og þakkargjörðin til Guðs. Þess vegna: „Lyftum í hæðir með heilögum söng hjörtum úr veraldar umsvifaþröng.“ Soli Deo Gloria. Guði einum dýrðin. Magnús Guðjónsson. Menn kenna fólki allt annað en að vera réttlátt. — Rascal. Það er heilbrigð hugsun að setja við og við spurningarmerki við Pað, sem menn hafa lengi talið sjálfgefið. — Bertrand Russel. Það hefur enginn svo mikið að gera, að hann geti ekki í hjarta sinu talað við Guð. — Lúthei-. Guð á himnum er sá eini, sem aldrei þreytist á að hlusta á menn- ma. — Seren Kierkegaard. Ef þjg íangar ekki til að verða betri, hættir þú bráðlega að vera goður. — Bernhard frá Clairvaux. Þú getur ekki unnið heiminum betur en með því að vera góður. ' Walter Scott. Leitaðu sannleikans og þótt það leiði þig að dyrum Vítis — þá oi'ðu. —• Benjamin Hojer.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.