Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 39
KIRKJURITIÐ 277 ana tók hann í hreysið til sín, og af einum þeirra smitaðist hann af ólæknandi augnsjúkdómi. Svo var það alla ævina, að hann sparaði aldrei sjálfan sig og fylgdi því fram, sem hann taldi sanna'st og bezt — hver, sem í hlut átti og hvað sem það kostaði. Kagava hóf nú víðtæk og mikilvæg stjórnmálaafskipti, þótt ekki gerðist hann þingmaður. Hann varð fyrsti kristni verka- ^ýðsforingi í Japan og kom ótrúlega miklum umbótum til leið- ar næstu árin. Meðal annars því, að illræmdustu fátækrahverfi stórborganna voru rifin og byggð nýtízku verkamannahverfi, Þar sem sól og blær lék um unga og gamla og búið var við ftiannsæmandi kjör. Hans verk var það framar allra annarra, að karlmenn fengu almennan kosningarétt 1925. Þeim leyfðist hka að stofna verkamannafélög, sem umsköpuðu kjör þeirra. há lét Kagava sig eins skipta mál bændastéttarinnar, enda átti hún að sumu leyti einna bágast. Mikill hluti bændanna voru ÍGiguliðar, sem skyldir voru að láta 55—70% af uppskerunni UPP í afgjaldið. Skuldavextir voru 20—40%. Árlega flosnaði hka fjöldi þeirra upp og flutti til borganna — flestir í fátækra- hverfin. Bændaflokkur var stofnaður 1921 fyrir forgöngu Kagava. hlann hóf útgáfu timarits: Moldin og frelsið. Nýir og betri tímar runnu upp — þótt sumt misheppnaðist og annað næð- lst ekki — eins og gengur. Þá var og Kagava brautryðjandi samvinnufélagsskaparins 1 Japan. Markmið hans var sannarlegt réttlæti, jöfnuður og hfæðralag. Hann var enginn byltingarmaður — en umbyltinga- maður á hugarakrinum var hann frábær. ^est spillti það fyrir honum á stjórnmálasviðinu, að hann Var alla ævina eldheitur friðarsinni. Það átti illa við hernaðar- smnana, sem með völdin fóru. Einkum varð það honum dýr- keypt á styrjaldarárunum fyrri og síðari. Þá sat hann lang- timum í fangelsi — maður, sem engum vildi mein gera — en uskaði öllum góðs. Sú var bót í máli, að ósjaldan var Kagava kvaddur til ráða, Pegar mest á reyndi, t. d. eftir jarðskjálftana miklu, sem lögðu Urri % hluta Tokio í rústir 1923, og á kreppuárunum um og eftir 1930. Ungur varð Kagava einn af kunnustu rithöfundum Japana.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.