Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 47
KIRKJUMTIÐ 429 Iniilendar fréttir. a) b) c) Aðalfundur Prestafélags Islands var haldinn í Háskólanum 30. agust og hófst með guðsþjónustu í kapellunni. Séra Gunnar Árnason Prédikaði. í upphafi fundarins flutti séra Jakob Jónsson, formaður félagsins, yfirlitsskýrslu um liðið starfsár og gerði grein fyrir útgáfu Kirkju- Htsins og fjárhag þess. Urðu síðan allmiklar umræður um mál fé- fagsins. Séra Sigurður Einarsson flutti framsöguerindi um framtíð prests- setranna og aðstöðu presta til búskapar og talaði af hálfu nefndar, Sem að undanförnu hefur fjaliað um málið. Bar hann fram svohljóð- andi tillögu, sem samþykkt var: .■Aðalfundur Prestafélags Islands, haldinn 30. ágúst, lýsir sig sam- Pykkan þeirri meðferð, sem mál þetta fékk á Prestastefnu vorið 1960, en leggur ríka áherzlu á það, að mál þetta verði allt rannsakað frá nótum með það fyrir augum: að bújarðir prestssetranna verði tiltækar prestum til búskapar við ekki lakari kjörum en bændum almennt, þar sem eðlilegt má telja, að prestur reki búskap og ástæður hans leyfa, að afhending prestssetra og jarða úr höndum kirkjunnar fari ekki fram án þess, að presti sé búin sómasamleg aðstaða þar, sem henta Þykir að hann sitji, að engin þau verðmæti, sem kirkjan á, verði af höndum látin til frambúðar, án þess að í móti komi jafngildi þeirra til beinna hags- bóta fyrir starf kirkjunnar og viðkomandi prestakall." Enn fremur voru þessar tillögur samþykktar á fundinum: . !• Aðalfundur Prestafélags Islands, haldinn 30. ág. 1960, lítur svo a. að halda beri áfram endurreisn Skálholts með það fyrir augum, o þar verði biskupssetur og kirkjulegt menntasetur og biskupi Is- nds verði falin forysta viðreisnarstarfsins. Skorar fundurinn á lrkjuþing og biskup að vinna að því, að fyrir næsta Alþingi verði agt frumvarp um Skálholt með hliðsjón af tillögum þeim, er fram afa komið á synodus, fundum prestafélaga og héraðsfundum. ff- Aðalfundur Prestafélags Islands 30. ágúst 1960 telur nauðsyn- St, að kirkjustjórnin geri ráðstafanir til að framfylgt verði lögum Utn aðsetur presta í prestaköllum þeirra, og verði það tryggt, að enginn prestur dvelji langdvölum utan prestakalls síns nema annar Prestur þjóni prestakalli hans í hans stað.. Ur stjórn áttu að ganga: Séra Jakob. Jónsson, séra Sigurjón Guð- hsson og séra Sigurbjörn Einarsson biskup. Þeir fyrrnefndu voru durkjörnir, en biskupinn baðst eindregið undan endurkjöri. Kos- n var séra Magnús Mrá Lárusson prófessor. Aðrir í stjórn eru: ra Jón Þorvarðsson og séra Sigurjón Árnason. Um kvöldið sátu fundarmenn og konur þeirra kaffidrykkju á i Garði. Þar flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup fróðlegt er- 1: Gamlar minningar um hina andlegu stétt. J.Þ.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.