Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 48

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 48
430 KIRKJURITIÐ AÖalfundur ÆslculýÖssambands kirkjunnar í Hólastifti var hald- inn að Grenjaðarstað sunudaginn 18. sept. s. 1. Hófst hann með messu- gjörðum. Að Grenjaðarstað messuðu þeir séra Sigurður Haukur Guð- jónsson, séra Ingimar Ingimarsson og séra Sigurður Guðmundsosn. 1 Neskirkju í Aðaldal séra Pétur Sigurgeirsson og séra Bjartmar Kristjánsson, en í Einarsstaðakirkju í Reykjadal séra Pétur Ingjalds- son og séra Birgir Snæbjörnsson. Kl. 5 síðdegis var aðalfundurinn settur með ávarpsorðum séra Sig- urðar Guðmundssonar. Síðan flutti formaður Sambandsins skýrslu stjórnarinnar. Á vegum Æ.S.K. var haldið foringjanámskeið með 31 þátttakanda. Námskeiðið var haldið 29.—30. nóv. s. d. — Fermingar- mót var haldið að Laugum i Reykjadal og á Blönduósi s. 1. vor. — Sumarbúðir voru á Löngumýri í Skagafirði, og í sambandi við það æskulýðsmót fyrir eldri unglinga á félagssvæðinu. 1 útvegun er kvik- mynd til sýningar á vegum Æ.S.K. — Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur með guðsþjónustum víða um landið. Valdimar Snævarr sálmaskáld sendi fundinum erindi um sönginn í æskulýðsfélögunum. Erindið flutti séra Sigurður H. Guðjónsson. Samþykkt var tiilaga þess efnis, að út kæmi á þessum vetri söngbók æskulýðsstarfsins ásamt nótnahefti með söng- og sálmalögum, sem ekki eru í sálmasöngsbókum kirkjunnar, en verða í söngbók æsku- lýðsstarísins. Þá var rætt um sumarbúðir og mót. Kosnar voru nefndir, bæði fyrir vestur- og austursvæðið. Lög sambandsins voru athuguð. Stjórn Sambandsins var endurkosin, en auk þess skipað í varastjórn. Síðar um kvöldið flutti séra Sigurður Guðmundsson snjallt erindi um för sina til útlanda í sumar, en Tryggvi Finnsson á Húsavík sýndi litskuggamyndir frá mótinu í Lausanne. Síðan var gengið til kirkju og tók prófastur séra Friðrik A. Frið- riksson fundarmenn til altaris. Formaður Sambandsins, séra Pétur Sigurgeirsson, sleit síðan fundinum með nokkrum lokaorðum. Prestshjónin á Grenjaðarstað, séra Sigurður Guðmundsson og fi'11 Aðalbjörg Halldórsdóttir, veittu mönnum rausnarlega meðan á fund- inum stóð. Boð kom frá séra Ragnari Fjalar Lárussyni á Siglufirði þess efn- is, að næsti aðalfundur Æ.S.K. yrði haldinn þar. (Útdráttur úr fundargerðabók). Kristilegt œskulýösmót aö Löngumýri. Undanfarin sumur hefur verið rekið sumarbúðarstarf að Löngu- mýri í Skagafirði á vegum þjóðkirkjunnar, og svo er enn í sumar. Forstöðukona húsmæðraskólan og eigandi Löngumýrar, fröken Ingibjörg Jóhannsdóttir, hefur sýnt mikinn áhuga á að gera kleift að reka slíkt starf. Hún hefur lánað skólann fyrir lítið gjald og allt- af verið boðin og búin til að greiða fyrir starfinu sem mest og bezt. Áhugamál hennar er, að kristilegt starf sé rekið að Löngumýri. Hún hefur fórnað miklu til að slíkt hafi verið hægt. Og á kirkjan fröken Ingibjörgu mikið að þakka fyrir hennar óeigingjarna starf.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.