Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 147 ur er skyggni liennar slík, að hún sér þetta allt á krossi Krists. „Vorar þjáningar voru það, sem liann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Hann var særður vegna vorra inisgjörða“. Hvernig má slíkt ske? Hvernig getur þjáning þeirra kyn- slóða, sem ekki fæddust fyrr en mörgum öldum eftir Krists hurð, lagzt á hans herðar, daginn sem liann er tekinn af lífi á Golgatahæðinni? Þetta er í rauninni sama og að spyrja: Hvernig getur þjáning eins manns færst yfir á annan? Sjálf lífsreynzlan svarar þeirri spurningu á einfaldan liátt. hú hefur reynt þetta á sjálfum þér. Þjást ekki foreldrarnir vegna barnsins, og barnið vegna foreldranna? Þjáist ekki vinur fyrir vin? Hafa ekki ástvinir þeirra, sem bröktust á sjónum, fundið til undan erfiðleikum þeirra? Og er ekki einmitt nú til fólk, víðsvegar um landið, sem finnur til sárs- uuka, vegna sorgarinnar, sem þessa daga livílir á herðum þeirra, sem misst hafa sína nánustu í hafsins djúp? Hér Kildir það lögmál, að því heitari og innilegri, sem kærleik- urinn er, því meira finna menn til vegna annarra. Nú er kær- leikur vor mannanna svo takmarkaður, að Jiað er að jafnaði fremur lítill hópur, sem vér finnum til með eða líðum fyrir. «Ég treysti mér helzt ekki inn í sjúkrahús“, sagði maður nokkur við mig. „Ég er ekki maður til að horfa upp á fjölda uianna, sem líður þjáningar“. En sá, sem á krossinum lét líf sitt, — hann var maður til að þola böl alls mannkynsins, einn- tg þeirra, sem þá voru ófæddir. Það hafa verið til menn, sem fundu sárt til með einliverri sérstakri |)jóð, sem var kúg- uð, eða með undirokaðri stétt, og þó gat slíkt aldrei náð til allra einstaklinga þess lióps né til alls þess, sem Jieir áttu Vlð að stríða. En Jesús Kristur á svo ótakmarkaðan kærleika, svo óendanlegan næmleik, að allt, sem fram kemur við hans minnstu bræður, er honum gert. „Vorar Jijáningar voru t»að, sem hann bar, og vor harmkvæli, er liann á sig lagði“, Því að liann elskar heitar en nokkur annar, af meiri sarnúð, °g af dýpri skilningi. Honum sé lof og dýrð fyrir sína óenil- anlegu miskunn!

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.