Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 23
KIRKJURITID 165 sein ég man nú ekki liverjir voru. Með samþykki sóknarprests kófu þeir sönginn, og var það að flestra dómi mikill söngur og góður. Forsöngvarinn gamli sat hljóður og kyrrlátur undir messugerðinni, þar til kom að útgöngusálminum, þá stóð liann uPp, og um leið og söngmennirnir hófu sönginn, byrjaði hann að syngja „gamla lagið“, og sungu þeir þannig bæði lögin sam- Lunis. En smátt og smátt óx Brandi ásmegin, og færðist rödd hans svo í aukana, að hún yfirgnæfði raddir allra liinna, og sáu þeir sér þann kost vænstan að þagna. En Brandur söng einn sálminn á enda, og kvaðst faðir minn aldrei, fyrr né síðar, liafa keyrt jafn voldugan né áhrifamikinn sigursöng. Amma mín, GuSný Björnsdóttir, kunni „gömlu lögin“, en yar treg til að syngja þau. Þó man ég eftir því, að hún söng ettthvað af þeim fyrir föður minn. Þá mun ég ekki hafa verið nenia 5—6 ára, en þó er mér það minnisstætt, að það var því líkast sem liún færi hjá sér, er liún söng þau, rétt eins og lmn faeri með eitthvað, sem væri lienni of heilagt til að flíka því. Hun söng oft ýmisleg önnur lög, og har þá aldrei á neinu sh'ku. Því miður lærði ég ekki nema eitt þessara „gömlu laga“, en það söng hún við 48. sálminn í Passíusálmunum (Að kveldi Júðar frá ég færi). Þetta sama lag fékk ég fyrir nokkrum ár- um frá Valdimar Sna’varr sálmaskáldi, og hafði liann lært það 1 bernsku á Svalbarðsströnd. Gat ég ekki fundið mun á því bjá honum og lijá ömmu minni. Lagið er í aeoliskri tóntegund, ug tel ég það liiklaust á meðal fegurstu, dýpstu og innilegustu jaga, sem ég bef nokkurn tíma kynnzt. Finna má við nána at- lugun nokkra líkingu með þessu lagi og lagi Grallarans, en tontegundinn er önnur, taktinn er annar, og svipur allur og blfinning öll önnur, svo að ég freistast lil að trúa því, að þetta ag sé arfur frá fyrri öldum, ]). e. frá kaþólskri tíð. Mjög skylt j^g þessu fékk ég frá Kristni Guðlaugssyni organleikara á iNul>i. Það er í söniu tóntegund, en öðrum takti, og laglínan *r u°kkuð frábrugðin. Kristinn skrifaði allmikið af „gömlu ^gununi“ upp eftir gömlu fólki þar vestra á síðasta áratug • uldar. Þar voru þá enn allmargir, sem kunnu þau. Hvaðan sem þetta fagra lag er í fyrstu upp runnið, þá er það °g önnur slík lög, í þeirri mynd, sem íslenzka alþýðan hef- Ur gefið þeim og varðveitt, alíslenzkur skáldskapur. Fólkið, Sein bafði orðið að þola Stóradóm, verzlunaránauð, liafísár,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.