Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 13
klltkJUItlTlÐ 155 vern Jesú í þessu samfélagi, sem vér nefnum kristna kirkju. Það vantar ekki, að það' hafi átt að gera útaf við liana og slökkva þann andlega loga, sem altarisljós hennar tákna í veik- hurða mynd. En það hefur ekki tekizt. Engar ofsóknir liafa niegnað það, jafnvel ekki svalviðri efnishyggjunnar, né skipu- lagður fjandskapur þeirra mannfélags liómópata, sem hyggja heimsdrottnunaráform sín á grundvelli hennar. Af hverju? Af l'ví, að þessi stofnun Jesú frá Nazaret, Drottins Jesú, eins og ver nefnum hann, studd og leidd af vizku hans, guðlegum niastti hans og kærleika, er skjólveggurinn urn það, sem lífs- jákvæðast hefur birzt á jörðunni, samþýðanlegast miði manns °g köllun, æðstu von lians og fullkomnunarþrá. — Þetta svar kann þeim að þykja fullyrðing ein, sem ekki liafa gert sér þess grein, að kirkja Krists, grundvölluð á trúnni á hann sem Messí- asi er eitt voldugasta andlega aflið í samtíð vorri. Ég gæti undir- strikað þetta með því að endurtaka gamanyrði, sem ég sagði etnu sinni í djúpri alvöru: Það hlær enginn að Pélri postula ^yrir sunnan Alpafjöll, livað sem þeir kunna að gera á sléttum Rússlands eða hér norður undir lieimskautsbaug. Og svo eitt ennþá: Þó að einnig það kunni að þykja ein- •eldnislegt á þeim tímum, þegar jafnvel sálfræðingar efast uni ah þeir hafi sál. Jesús frá Nazaret er oss Messías af j)ví að vér skynjum liann sem lijálpara og frelsara sálna vorra, leiðanda vorn í það ríki Guðs, sem aldrei mun á grunn ganga, ríkið, handan J)essa jarðlífs og heimsskeiðs, sem hann nefndi kon- l,ngsríki himnanna. Rasileia tón úranón (ríki himnanna) — yður, viðmælendur ni,nir og alla menn skynja ég sem samferðamenn á J)eirri leið. Vísindin, gerfivísindin, svindilvísindin og valdahyggjuvísind- ln hafa nú í hálfa aðra öld fengið ótakmarkað svigrúm til þess Jð frelsa lieiminn og fjandskapast við kirkjuna fyrir að hún skuli ekki vera búin að því og leitast við að ráða niðurlögum hennar til þess að hún skuli aldrei geta gert það. Og fulltrúar hessara stefna tala digurbarkalega um liinar myrku aldir, aldir °ttans og lijátrúarinnar. O-jæja. En J)að er engu minna myrkur 1 heiniinum nú. Og það eru miklu fleiri hræddir nú en þá. Og tttiklu fleiri þjáðir og undirokaðir. Og við höfum gilda ástæðu td að vera hræddir, ekki við villidýr og drepsóttir heldur við 'illitnennskuna í mannlegu hjarta, við liugarfar Kains, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.