Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 10
Séra SigurSur Einarssun:
Jesús — Messías
TeljiS þér, aS Jesús frá Nazaret liafi verið sá Messías, sem
spámenn G. T. boSuSu aS koma myndi?
(Inngangserindi aS umrœSum í útvarpssal)
Ef; svara þessari spurningu afdráttarlaust játandi. Og uni
leið og ég svara henni afdráttarlaust játandi, bæri mér að' víkja
til fyrstu orðum spurningarinnar og segja: Ég trúi því að Jesiis
o. s. frv. Þetta er trú en ekki skoðun, sem ég get varið með
rökum, sem liver maður lilyti óhjákvæmilega að taka gild.
Mér er þannig nákvæmlega eins farið og þeim, sem telja sig
verða að svara þessari spurningu neitandi. Þeir trúa ekki að
Jesús frá Nazaret sé þessi Messías, en geta ekki stutt skoðun
sína um það með rökum, sem hver maður hlýtur að taka gild.
Nú er þessi trú mín ekki einvörðugu fólgin í því að einhver
sem ég treysti hafi sagt mér það og ég tekið það' gilt. Hún er
meðal annars fólgin í andlegri reynzlu eins og trú ómótmælan-
lega merkir á máli Nýja Testamentisins, lifun verulegrar og
mjög persónulegrar áverkunar. Mér hlotnaðist hún ekki á
ferðum mínum um landið Iielga, og kynnum af sögu og sögu-
stöðuin, fólki og mannlífi. En hún styrktisl mjög þar og dýpk-
aði.
Ég les Gamla Testamentið svo, á sama liátt og djúpskyggn-
ustu vitringar Gyðinga sjálfra hafa gert og gera, að öll opin-
berun þess, trúarþróun og spámannleg kenning bendi fram
til Messíasar, guðlegs sendihoða, er koma muni til hjálpræðis
og heilla og frelsunar. Spádómarnir eru fleiri en hér verða
taldir, en vera má, að enginn þeirra lýsi betur anda þeirra og
miði þess boðskapar, sem þeir flytja, en orðin í Jes. 9, 2: „Su