Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 18
K 1 It K J II It I TIF) 160 hlífðust ekki vih að kasta fyrir borð eða tortryggja, ef þar virt- ist vera um einhverjar veilur að ræða. Neituðu blátt áfram að taka nokkuð gott og gilt, sem þeim fannst á einlivern liátt unnt að véfengja. Eins fóru þeir að við efnislegu liliðina. Það var eitthvað annað en að trúgirnin blindaði þá, eða löngunin til að verja bókstafinn leiddi þá í gönur. Nei, þeir lijuggu og hjuggu á orð og greinar, ekki ósvipað því eins og þegar verið er að grysja skóg og gengið svo nærri, að honum er liætt við lireinni og beinni útrýmingu. Kraftaverkasögurnar fengu fyrir ferðina og ef eitthvað var ekki í samræmi við þá mynil af Kristi, sem þeir töldu eðlileg- asta — þá var ekki að því að spyrja að þeir eignuðu það síð- ari tíma mönnum. Þetta voru ekki nein trúvarnarrit. Þau hrutu flest niður. Það mátti kallast undur að komast hjá því að manni fyndist jörðin skriðna undan fótum manns. Þau voru í einu orði sagt næstum því eins neikvæð og liugsast gat. Þekkingunni var sannarlega ætlað þar öndvegið en ekki blekkingunni. En höfundarnir voru beiðarlegir menn. Þeir játuðu það beint eða óbeint, sem þeim reyndist engin kostur að neita. Þess vegna vissi maður, að það, sem komst í gegnum þeirra nálarauga, það var jarðfast, óhugsandi að róta því. Þeir heimskuðu sig ekki á því að láta í það skína að Krist- ur væri ekki einu sinni söguleg persóna og ógerlegt að gera sér verulega ljóst, hvað f'yrir honum hefði vakað í höfuðdrátt- um.Þeim liefði aldrei komið til hugar að ætla sér þann vanda að skrifa sem kristnir menn um það bók, að Guð væri ekki til eða a. m. k. ekki í þeirri mynd að nokkuð yrði um hann vitað. Og þótt þeir kryfðu upprisufrásagnirnar þannig, að manni hraus allt að því hugur .við því, þá vissu þeir og við- urkcnndu að upprisan er heimssöguleg staðreynd. að uið hana varS kristnin til. Trúarjátningar eru ekki í neinu hágengi nú á dögum. Ekki einu sinni postullega trúarjátningin. Meðal annars segja marg- ir að önnur grein hennar sé fremur veigalítil og illa samin. Þar séu talin upp tiltölulega ómerkileg ytri atriði, meira að segja eytt orðum og rúmi í að nefna Pontíus Pílatus — en slejipt öllum meginboðum Krists bæði um Guð og menn. Þetta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.