Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 20
KIRKJURITIÐ 162 Irúarreynslu. Ég undirstrika orðið reynsla. Af því að hér er um reynslu að ræða, seiu er hliðstæð við ýmsa aðra reynshi, sem vísindin taka fullgilda. Og ég fæ ekki skilið að þessi reynsla sé nokkru vafasamari, hvað þá ómerkari. Því að hún liefur þær afleiðingarnar, sem óneitanlega eru mikilsverðar — liún gerir menn að betri og meiri mönnum. Þess vegna vil ég geta þessa að lokum, að gefnu tilefni, að ég vil alls ekki láta leggja niður Guðstrúna né sannfæringuna urn upprisuna í nokkurt árabil a. m. k. — eins og helzt er að skilja að sé tillaga enska biskupsins, sem getið hefur verið í Vísi undanfarið. Ég held h'ka það sé með öllu óframkvæmanlegt. Hitt væri frekar álitamál, livort ekki kæmi til mála að biskupinn legði niður embætti sitt. Ekki af því, að hann megi sannarlega ekki liafa sínar skoðanir og það sé a. m. k. ekki mitt að dæma hann — heldur af hinu, að það hlýtur að vera takmörkum bundið livað bisltup ákveðinnar kirkjudeildar getur leyft sér að boða. Engu síður en það, að allir menn eiga ekki heima sem aðalfor- ystumenn vissra stjórnmálaflokka. Þetta er þó aðeins hyggt á fyrrnefndum greinum. Ég hef ekki séð bókina, sem þær fjalla um. Og áskil mér því leiðrétting orða minna. Þau eru eingöngu ítrekun þeirrar sannfæringar, sem er rauði þráður þessa pistils: Kristindómurinn er að öðr- um þræði sögulegar staðreyndir — og gegn þeim getum vér ekki gengið án þess að segja oss úr lögum við kristna menn. Áhrif kristindómsins á sjálfstæSisbaráttu verkalýósins Þetta er fyrirsögn eftirfarandi kafla, sem tekinn er úr grein eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing um verkalýðinn og þjóo- félagsþróunina. Birtist hún ( Alþýðublaðinu 9. marz s. 1. „Þróunin frá þrælalialdi til sjálfstæðis og fullveldis verka- lýðsins liefur verið liæg í heiminum, enda þótt talið sé, að þrælahald hafi að mestu lagzt niður hér á landi á landnáms- öld. Árið 1790 var íbúatala Bandaríkjanna t. d. um 4 niillj-» en 1/8 lduti þjóðarinnar voru þrælar. Það er ekki heldur nema ein öld síðan borgarastyrjöld var háð þar í landi ut af þrælahaldinu. í þessu sambandi, er bæði rétt og skylt að geta þess, og undir-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.