Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1963, Blaðsíða 30
Kai Jensen, biskup í Árósum Hann varð nýlega bráðkvaddur á leiö til kristilegrar sam- komu. Naut lians ekki nema fáeina mánuði við á biskupsstóli, en liafði yfir tuttugu ár verið dómprófastur í borginni og jafn- an messað yfir fullu búsi. Vakti |>að mikla atliygli um land allt, því kirkjusókn er lítið betri í Danmörku en liér, almennt talað. 1 Viðtali, sem Aage Falk Hansen átti við Kai Jensen í fyrra, segir svo frá viðræðum þeirra um þetta, eftir að Hansen hefur varpað fram þeirri spurningu, liver orsökin muni vera: — Því get ég sannast sagt ekki svarað. Ég veit það eitt, að mér er það undrunarefni á liverjum sunnudegi að reynast skuli kleyft að toga svona marga til kirkju. — Það liefur sem sé verið yðar belgarfögnuður í yfir tutt- ugu ár. — Já, því verð'ur ekki neitað og ég get ekki gefið neina skýringu á því. Hins vegar legg ég auðvitað lilustirnar við, þegar aðrir skeggræða um þetta. — Og bvaða skýringu gefa „aðrir“ á þessu. Það er nú raunar sjaldnast um beinar skýringar að ræoa. Menn kasta aðeins liinu og þessu fram, segja t. d.: „Maður beyrir að þér búið yður alltaf vel undir“. „Þér talið fallega dönsku“. „Okkur er alltaf auðskilið, livað þér eigiö við“. „Það er fræðimannsbragur á boðun yðar, sem gerir bana auðmeltari. Þér vitið líka bvað endurtekningin befur mikið gildi og komi^ þannig orðum að lilutunum, að þeir festast mönnum í minni . En þetta á víst ekkert frekar við um mig en aðra. Ég mundi segja þetta sama um marga góða presta, sem mér liefur gefizt kostur á að hlusta á. Svo ég get ekki sagt yður bvert er niitt „leynimeðal“ eins og þér spurðuð um.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.