Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1965, Síða 4

Kirkjuritið - 01.04.1965, Síða 4
194 KIRKJURITIÐ prentun íslenzku Biblíunnar og sölu hefur BEBF lengst af séð um, að verulegu leyti. A þessu fyrirkomulagi liefur nú mikil breyting orðið. Stærra spor liefur ekki áður verið stigið á starfsferli okkar gamla Biblíufélags en þegar stjórn þess ákvað (1947), að það gerðist aðili SameinuSu Biblíufélaganna (SBF) og aftur, tíu árum síðar, að útgáfa íslenzku Biblíunnar skyldi flutt lieim, eftir nálega lieillar aldar útlegð. 3. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags, 13. nóv. 1950, markaði tímamót. Þáverandi forseti félagsins, dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup — niaður hins eldlega álniga — „skýrði í fundarbyrjun frá því nýmæli“, segir í Fundabók, „að aðalfundur félagsins væri ekki að þessu sinni haldinn í sambandi við Synodus. Fé- lagið liefur um langt skeið verið félag presta einna, en nú liefur það verið opnað almenningi. Er það í samræmi við hlið- stæð félög annars staðar, en Hið íslenzka Biblíufélag er nú meðlimur í Alþjóðasambandi Biblíiifélaga“. Frumvarp til nýrra laga var lagt fyrir fundinn og samþykkt í einu liljóði. Hér verður að nægja að birta aðeins tvær greinir þeirra: 2. grein: Tilgangur félagsins er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Heilagrar Ritningar meðal landsinanna. 5. grein: Stjórn félagsins skipa 9 menn. Biskupinn yfir ís- landi er sjálfkjörinn forseti. Aðalfundur kýs meðstjórncndur, 4 presta eða guðfræðinga og 4 leikmenn. Stjórnin skiptir sjálf mcð sér verkum, kýs úr sínum liópi varaforseta, ritara og gjalil- kera. Sami fundur „beinir þeirri ósk lil félagsstjórnarinnar, að bún lialdi áfram að beita sér fyrir því af alefli, að prentun Biblíunnar og Nýja testamentisins verði sem allra fyrst liafin bér á landi, svo að landsmenn verði ekki liáðir erlendum út- gefendum í þessum efnum“. Síðan útgáfa íslenzku Biblíunnar var flutt lieim, befur liún — svo vitnað sé til orða núverandi forseta félagsins, herra bisk- upsins, „verið gefin út í öllum myndum liér á landi, sem BEBF hefur (algengast) gefið út undanfarna áratugi“.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.