Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 11
KIRKJUItlTID 201 ar úr því rætist, verður kirkjan að vinna að því, að valið verði vandað. Að vonum gætir nú óánægju yfir því, hve mjög hefur 'lregið úr kennslu í kristnum fræðum í unglinga- og menntaskól- um, og víst er það ekki sæmandi, að liið' unga menntafólk þekki ekki sögu og innihald þeirrar trúar, sem þjóðkirkja landsins hyggist á. En á liitt ber einnig að líta, að gagn og áhrif af sjálfri trúarbragðakennslunni fara mjög eftir kennaranum og að árang- urinn getur orðið vafasamur. En hvað sem öðru líður, þá þarf í nverjum skóla að ríkja andi trúar og kristilegs siðgæðis, og upp- eldi og agi að vera framkvæmd í þeim anda, liver sem náms- greinin er. 1 sambandi við kristilega fræðsluslarfsemi niá minna á, að kirkjunni ber siðferðisleg skylda til að stuðla að útgáfu kristi- legs og kirkjulegs tímarits og efla útbreiðslu þess. Hið almenna kirkjurit, sem prestastéttin gefur út, liefur engan veginn lilotið nægan stuðning og útbreiðslu. Loks skal á það bent, að leikmenn utan kennarastéttar, sem vilja leggja fram starf til kristilegrar fræðslu og uppeldis,, eiga rétt og kröfu til fræðslu og leiðbein- uigar í því starfi. Kirkjuna vantar slíka fræðslustarfsemi, en kristilegum lýðskólum er meðal annars ætlað það lilutverk. 1 l>eim efnum eru því miklar vonir bundnar við hinn væntanlega kristilega lýðskóla í Skálholti. Er þ ví óskandi og að því ber að vinna, að hann komist á fót og taki til starfa hið fyrsta. Leikmannastarfið, sem kirkjan þarfnast, er mikið og marg- þætt. Það er starf fyrir æskulýðinn, en einnig fyrir hina eldri, fyrir kirkjuna í heild og á flestum sviðum. Það er starf til efl- >ugar trú og siðgæði, en þá jafnframt liörð, viturleg og vel skipu- 'ugð barátta gegn hinum mörgu og sterku öflum, sem vinna á Uioti. Þau eru mörg og flestum kunn, svo sem andleg leti og auðhyggja, sem torvelda almennt leikmannsstarf, einkum sjálf- koðastarf, og þá ekki síður margs konar áróður, sem æskan verð- ur fyrir, æsir skemmtanafýsn liennar og dregur liana frá kirkj- unni og öðrum uppspreltum sannrar menningar. En ef starfa skal svo að um muni, þá verður þetta alltaf leikmannastarf að Uieira og minna leyti, hvernig sem klerkastéttin leggur sig fram, °K þjóðfélagshættir vorir, sem liafa breytzt og eru að brevtast á síðari áratugum, gjöra þetta starf mikilvægara og nauðsynlegra svo að segja með liverju árinu sem líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.