Kirkjuritið - 01.02.1966, Page 17

Kirkjuritið - 01.02.1966, Page 17
Svo kom að þeim degi An nokkurra umsvifa, var mér varpað í kjallaraklefa, þar sem rakinn streymdi niður veggina. — Beint úr sólinni og frá blómunum. Stjarfur af ótta kúrði ég á moldargólfinu. Þarna hírðist ég óralengi. Einmana. En þegar augu mín höfðu vanizt myrkrinu, sá ég þig. Þú stóðst þarna fast hjá mér. — Hafðir þú verið þar allan tímann? Einn daginn tók moldargólfið að grænka og í Ijómanum af ásjónu þinni spruttu rósirnar. Rósirnar, sem spirað höfðu í kjallaraklefanum. Svo kom að þeim degi, þegar ég gat slitið þær upp og rétt þér þær. Þegar þú tókst við blómvendinum mínum sá ég naglaförin i lófum þínum. Þá varð mér Ijóst að þú hafðir verið þarna allan tímann. (Úr sænsku — G.Á.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.